Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 59

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 59
FRV. TIL LAGA UM KIRKJUÞING 137 Svör presta voru á þá lund, að 41 samþykktu frumvarpið óbreytt, 3 óskuðu á því lítilsháttar breytinga, en 9 tjáðu sig andvíga frum- varpinu. Nefndin afgreiddi síðan frumvarpið til kirkjuráðs, er sam- Þykkti það á fundi sínum 14. febr. s.l., með samhljóða atkv., óbreytt eins og nefndin hafði frá þvi gengið. Liggur það fyrir í því formi. Um gagnsemi þessa frumvarps fyrir kirkjuna ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum. Hun liggur í augum uppi. Kirkjuþing er kirkjunnar mönnum ekki síður nauðsynlegt en t. d. bændum og sjávarútvegsmönnum fyrir sitt leyti þeirra þing. Mætti fastlega gjöra ráð fyrir því, að þegar fengin væri reynsla af starfi kirkju- t’ihgs, myndu menn engan veginn vilja án þess vera, enda er þess að vænta, að með líðandi árum myndi vaxa festa og þróttur í starfi þess. Um einstakar greinar frumvarpsins skal það tekið fram, er hér segir: Um 1. grein: Októbermánuður mun einna heppilegastur tími til þinghaldsins. Mestu sumarannirnar eru þá afstaðnar og bíl- Vegir venjulega enn færir. Einnig má gjöra ráð fyrir setu Al- Þingis um sama leyti, og getur það verið mikill kostur. Tíminn til þinghaldsins er ekki ákveðinn lengri með tilliti til þess, að kostnaður verði sem minnstur, enda ætti hann að nægja a. m. k. í fyrstu, ef mál væru vel og rækilega undirbúin. Ef brýn þörf gerðist, gæti kirkjumálaráðherra einnig framlengt þingtímann. Um 2. grein: Tala kjördæma og kirkjuþingsmanna er einnig svo lág í sparnaðarskyni. Mun vel mega við hlíta í byrjun. Um takmörk kjördæma getur alltaf orðið álitamál, en rétt þykir að miða við prófastsdæmi. I Reykjavikurprófastsdæmi eru að vísu langfæstir prestar og sóknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar, en hvorttveggja er á að líta, að þar á heima þriðjungur landsmanna °g allar líkur til, að prestaköllum muni fjölga í Reykjavík á næstu árum. Til þess að gjöra nánar grein fyrir skiftingu í kjördæmi, er hér skýrt frá tölu þjóðkirkjupresta að lögum, sókna, sóknarnefndar- hianna og safnaðarfulltrúa. Tala presta Tala sókna Tala sóknarn. og sfltr. 1. kjördæmi: 6 4 24 2. kjördæmi: 18, 51 208 3. kjördæmi: 20 46 189 4. kjördæmi: 19 47 188 5. kjördæmi: 17 46 189 6. kjördæmi: 17 36 148 7. kjördæmi: 18 50 209 Samtals: 115 280 1155 Meðaltal: 16,4 40,0 165,0

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.