Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 61

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 61
HUGVEKJA. Jesús sagði: „En hvað virðist yður? Einn maður átti tvo sonu; hann gekk til annars og sagði: Sonur, far þú í dag °g vinn verk í víngarði mínum. En hann kvaðst hvergi mundu fara; en eftir á iðraðist hann þess og fór til verks- ins. Þá gekk faðirinn til hins, og sagði eins við hann; hann játti því, en fór þó hvergi. Hvor af þessum tveimur gjörði oú vilja föðurins? Þeir svöruðu: Sá fyrri. Þá mælti Jesús: Sannlega segi ég yður, að tollheimtumenn og pútur munu fyrr koma í Guðs ríki en þér.“ Matt. 21, 28.—31. Jesús hafði hreinsað helgidóminn og rekið út mangarana. Eftir það talar hann til lýðsins. Það er nú langt liðið á ævi hans hér á jörðunni. Því nær sem líður dauða hans, verða orð hans áhrifameiri. Hörð er hans ræða stundum, eu framar öllu leggur hann samt stund á að vekja menn- ina og leiðbeina þeim. Aldrei var Jesús jafnbrennandi í ondanum eins og þegar hann kallaði mennina til starfa í víngarði sínum. 1 þessum texta eins og svo víða annars staðar svarar Jesús hinni miklu spurningu, leitast við að gora mönnum Ijóst, hvað þurfi til þess að geta orðið Guðs úam, borgari í Guðs ríki. Svarið er í tveim liðum. 1- Sá einn er Guðs barn, er byggir á þeirn grundvelli, sem er Jesús Kristur. ..Enginn getur annan grundvöll lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur." — Jesús talar til öldunga lýðs- ins, þeirra sem hefðu átt að þekkja veg hjálpræðisins, því að þeir þekktu eða áttu að þekkja hið heilaga orð. Þar var og er leiðin mörkuð, en það nægir ekki að þekkja veginn. Við verðum að fara hann, ef við eigum að ná markinu. Lærðu mennirnir í Gyðingalandi á hérvistar- úögum Jesú voru blindir í andlegum efnum; þeir kusu að ganga annan veg en þann, sem til lífsins leiðir. Þeir fóru veg eigingirninnar. Sá breiði vegurinn var þægilegur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.