Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 72

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 72
150 KIRKJURITIÐ umhverfis blóðlitað. Andlitið var nábleikt, en augnaráðið var eins og sindraði af sverðseggjum. „Ég er keisarinn," sagði hann, „lút þú mér, og þá skal ég gefa þér öll þessi ríki.“ En Jesús svaraði: „Vík frá mér, freistari, því að skrif- að stendur: Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja, hinn Ei- lífa, og engan annan.“ Þá hvarf sýnin. Þegar Jesús var aftur orðinn einn í hellinum við Engedí, spurði hann: „Með hvaða tákni á ég að sigra makt myrkr- anna?“ „Með tákni mannssonarins," svaraði röddin að ofan. „Sýn mér þetta tákn,“ bað Jesús. Skært stjörnumerki birtist á himni. Það voru fjórar stjörnur, sem mynduðu kross. Jesús þekkti, að þetta var fomt vígslutákn. Á elztu tímum höfðu synir Jafets til- beðið það sem tákn hins jarðneska og himneska elds, tákn lífsins með öllum dásemdum þess og yndisleika, tákn elsk- unnar, með öllum hennar máttugu dulargáfum. Síðan höfðu Forn-Egyptar séð í því tákn hins mikla leyndardóms, ein- ingu þrenningarinnar, ímynd fórnar og friðþægingar hinn- ar ónefnanlegu, eilífu æðstu veru. Það var í einu tákn lífsins, dauðans og upprisunnar og þessvegna markað á grafir og musteri. Þessi dýrlegi kross fór stækkandi og færðist nær, eins og Jesús seiddi hann að sér. Hinar fjór- ar skínandi stjörnur blikuðu við og urðu smámsaman að geislandi, ljómandi sólum. „Þetta er dulartákn lífsins og ódauðleikans," sagði rödd- in frá himni, „mannkynið átti það fyrrum, en hefir glat- að því. Viltu gefa því það aftur?“ Snögglega slokknuðu allar stjörnurnar. Það varð nið- dimm nótt. Dunur heyrðust í jörðu, svo að fjallið skalf, en upp úr Dauðahafinu lyptist annað kolsvart fjall og á tindi þess stóð dimmur kross. Á krossinn var negldur deyj- andi maður. Ógurlegur manngrúi þakti allt f jallið og óhljóð bárust þaðan eins og djöfullegir hæðnishlátrar. Hann gat

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.