Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 78

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 78
Fréttir, KirkjuráSiO samþykkti á fundi sínum 21. marz að senda 4 menn til þess að flytja prédikanir og fyrirlestra um kristindómsmál á Austurlandi næsta sumar. Þessir menn munu ferðast um Norður-Múlaprófastsdæmi: Dr. Ámi Áraason og séra Magnús Guðmundsson. Og um Suður-Múlaprófastsdæmi: Jón Þorsteins- son kennari og séra Pétur Sigurgeirsson. Frumvarp til laga um kirkjuþing fyrir þjóðkirkju íslands hefir verið afgreitt með samhljóða atkvæðum kirkjuráðs og lagt fyrir kirkjumálaráðherra. Söngur Passíusálma. í Hallgrímskirkju hafa Passíusálmar nú verið sungnir um 7 vikna föstuna á kvöldin hvern virkan dag. Er það ágæt nýbreytni. En næsta vetur ætti að byrja nokkru fyrr, eða á 1. miðvikudag í 9 vikna föstu. Munu þá sálmarnir endast hvern virkan dag til páska. Svo voru þeir sungnir á heimilunum áð- ur fyrr. Heimsóknir til skóla. Dagana 12. og 13. marz heimsótti biskup skólana að Hvann- eyri, Varmalandi og Reykholti, og voru með honum 3 stúdent- ar úr Bræðralagi. Þeir fluttu erindi og sýndu fagrar kvik- myndir. Var þeim forkunnar vel tekið. Kvöldvaka Hins íslenzka Biblíufélags. Laugardagskvöldið 19. febrúar var kvöldvaka í ríkisútvarp- inu á vegum Biblíufélagsins. Töluðu þar biskup, séra Magnús Már Lárusson, dr. Steingrímur Þorsteinsson og séra Sigurbjöm Einarsson. Daginn eftir var Biblíufélagsins minnzt í kirkjum landsins og menn hvattir til að gerast styrktarfélagar þess. Tefir það mál þegar fengið góðar undirtektir. í næsta hefti Kirkjuritsins mun birtast ritgerð eftir séra Magnús Má Lár- usson um íslenzkar Biblíuþýðingar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.