Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 82

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 82
160 KIRKJURITIÐ Prestastefna íslands verður haldin í Reykjavík 21.—23. júní og hefst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. Séra Jósef Jónsson prófastur pré- dikar. Menntamálaþing verður haldið að tilhlutun Kennarasambands fslands og Bamaverndarráðs 24. júní og næstu daga. Til þess er m. a. boðið öllum þjónandi prestum. Kristilegt félag ungra kvenna í Reykjavík átti hálfrar aldar afmæli 29. apríl og minntist þess með hátíðasamkomu um kvöldið. Stofnandi félagsins var dr. Friðrik Friðriksson. Formaður þess nú er frú Áslaug Ágústs- dóttir. Aðalfundur Prestafélags íslands. Aðalfundur Prestafélags fslands verður að forfallalausu haldinn í Háskólanum mánudaginn 20. júní 1949. Dagskrá hans er í höfuðatriðum sem hér segir: Kl. 9,30. Morgunbænir í Háskólakapellunni. (Séra Hall- dór Jónsson frá Reynivöllum). Kl. 10. Ávarp formanns. Félagsskýrsla, fjármál og önnur félagsmál. KI. 11. Réttindi og skyldur embættismanna. Framsaga og umræður. Kl. 2. Nauðsyn á fræðslu presta um sálsýki. Fram- sögumenn dr. Helgi Tómasson og séra Jakob Jónsson. Kl. 4—5. Sameiginleg kaffidrykkja. KI. 5. Guðfræðilegt erindi. Kl. 6. önnur mál. Kosning tveggja manna í stjórn, varamanna og endurskoðenda.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.