Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Síða 14

Kirkjuritið - 01.04.1971, Síða 14
Síðan er rœtt um hið jákvœða við ferminguna sem fjölskyldu-hátíð. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það. Sum- ar fjölskyldur eru mjög fjölmennar, og slíkar hátíðir geta orðið hinum efnaminni ofviða, einkum, ef þœr þarf að halda árlega. Þá fer að koma kviði í fólkið. — Hvað er fólkið að halda upp á? Eru nokkur nógu bein tengsl milli slíkrar fjölskylduhátíðar og fermingar? María: Ég tel, að svo sé ekki. Eitthvað annað þyrfti að tengja fjölskylduna saman. Þetta tœkifœri finnst mér í rauninni misnotað. Þar sem allur þessi fjöldi kemur saman, held ég, að tilgangurinn gleymist mikið. Magnús er á því, að slíkar hátíðir bindi ekki mikið saman. Fólk dragi sig aðeins í smá hópa til þess að spjalla og síðan ekki meir. Flestir hallast þó að því, að slíkar sam- komur séu jákvœðar fyrir fjölskyldu- tengsl og œttrœkni. Spurning sé að- eins, hvort slíkt eigi rétt á sér í til- efni fermingar, hvort það verði ekki aðeins til truflunar. Tómas: Það er í sjálfu sér ekki nema sjálfsagt, að fjölskyldur komi saman, en hér er bara miklu fleira á ferðinni. Það eru allar þessar gjaf- ir og matarveizlur. — En hvað mœlir helzt með fermingunni? Þau þrjú, sem fyrst eru spurð, Magn- ús, Helgi og Ástríður, eru sammála um, að valið — eða kostur opinberr- ar játningar trúarinnar sé hið já- kvœða og nauðsynlega, — en aldur fermingarbarna beri að hœkka. En þá vaknar spurningin, hvort um val verði að rœða, þótt aldur fermingarbarna sé hœkkaður. Þau telja að svo verði, en Tómas varpar fram spurningu um, hve mikið þurfi þá að hœkka aldurinn. — Tvö ár? Og hvernig skyldi prestum ganga að komast í samband við unglinga á þeim aldri með frœðsluna? Eru þeir ekki oft í andstöðu við fjölskylduna og vilja fá að taka sínar ákvarðanir sjálfir? Ef til vill œtti að hafa þetta algerlega frjálst? Séra Ólafur varpar fram þeirri spurningu. Þá yrði aðeins auglýst: Unglingar, fœddir ekki seinna en þetta, eru velkomnir til frœðslu, sem gœti leitt til fermingar hjá þessum og þessum presti. Þá kœmu þeir einir, sem ákveðnir vœru. — Eru þeir, sem eru í öðrum bekk unglingaskóla, mjög frábrugðn- ir hinum, sem eru í fyrsta bekk? spyr séra Ólafur. — Jú, þeir telja sig stóra. Þeir eru miklu frakkari. Líklega skiptir hvert ár nokkuð miklu máli? — María hallast að þvl, að tveggja ára aldurshœkkun vœri e. t. v. nóg. Helgi segir, að fermingarundirbún- ingurinn yrði samt að haldast innan ramma skólaskyldu. — Nú á hún að vísu að lengjast. Þá kœmi til greina ferming upp úr 3. bekk. — Er maðurinn nokkurn tíma full- komlega á þeim aldri, að hann geti valið? spyr ég. Tómas heldur, að 15—16 ára unglingur sé á góðum aldri til þess að ganga gegnum þessa reynslu. Vandamálið er hins 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.