Kirkjuritið - 01.04.1971, Síða 24
Hver eru helztu vandamál Reykja-
víkurpresta vegna fermingarundir-
búnings og fcrmingar?
Svar: Þar sem Reyk|avikurprestar eru
teknir hér sérstaklega út úr, þó mó
œtla, að það sé fyrst og fremst fjöldi
fermingarbarnanna, sem búizt er við
að valdi sérstöðu Reykjavikurprest-
anna. Nú mun það að vísu vera svo,
að fleiri þéttbýlisprestar en þeir, sem
í Reykjavík starfa, hafa mörg ferm-
ingarbörn. Og alls staðar skapar
fjöldinn viss vandamál. Ekki aðeins,
hvað tíma og aðstöðu snertir, þar
sem erfitt er að finna tíma fyrir börn-
in vegna annars náms í skólunum,
þegar þarf að skipta þeim í svo
marga flokka, heldur kemur þar
einnig til, hversu erfitt er að koma á
hinu nána persónulega sambandi
milli prests og fermingarbarns, þeg-
ar fjöldinn er mjög mikill.
Vandamál Reykjavíkurprestsins —-
og annarra þéttbýlispresta, — er því
að geta sinnt hverju barni sem ein-
staklingi eins og fermingin krefst.
Og reyndar má hér bœta við, að
vandamál er það líka að þurfa að
faka á móti barninu í fermingar-
undirbúning, eftir að það er búið
að skila fullum vinnudegi í skóla
sínum.
Gera foreldrar sér almennt Ijóst, aS
skírn skuldbindur til kristilegrar
uppfra’Sslu?
Svar: Erfitt mun að tala svo um for-
eldra almennt, að nokkur algild regla
komi þar fram. Þó mun ugglaust
Séra Ólafur Skúlason, sóknarprestur hœgt að fullyrða með nokkurri vissu,
í Bústaðaprestakalli hefur orðið að töluvert stór hluti foreldra gerir
22
J