Kirkjuritið - 01.04.1971, Qupperneq 40
Við kirkju í Stóradal. Stóradalskirkja er sannkallað augnayndi ytra sem innra. Er gott til þess að vita,
að til skuli sú menning í sveitum ó íslandi, er til þess þarf að byggja slík guðshús.
hver morgunbirta yfir honum, —
engin tortryggni veraldarvonzkunnar,
heldur Ijúfmannlegt viðmót. Það er
fremur fótt fólk í bœnum. Maddam-
an er ó söngœfingu, þótt miður dag-
ur sé i miðri viku. En senn er hennar
von og síðan ýmissa gesta, sem mig
fýsir að finna að móli.
Úr glugganum blasir við kirkju-
garðurinn og í honum minnisvarði
kirkjunnar, hvítmólaður stöpull.
Garðurinn er sléttaður og snyrtilega
girtur. Á stöplinum er skjöldur með
svofelldri óletrun: ,,Hér stóð Holts-
kirkja um 1170—1889.“ — Ég heyri,
að séra Halldór tregar kirkjuna, og
það er að vonum. Prestssetur ón
kirkju er dólítið viðrini.
Ekki veit ég hvort ég ó að Ijóstra
upp um heimslyst tveggja sunn-
lenzkra klerka, en það er sannast
sagna, að úttektin hófst í hesthúsinu,
fœrðist síðan út undir hlöðuvegg,
þar sem trippi vitjuðu tuggu sinnar
38
og síðast út ó tún í merastóð. Skoð-
un þess fénaðar var um það bil lok-
ið í svalri súldinni, þegar Eysteinn ó
Brú kom skólmandi til okkar, brúna-
þungur með hendur í vösum og
sagði nokkur vel valin orð um hrossa-
kyn séra Sigurðar í Hindisvík.
Frá mönnum í Stóradalssókn
Eysteinn Einarsson, helzta vegayfir-
vald þar eystra og hestamaður með
meiru, er oddviti Stóradalssóknar og
eins konar útvörður, því að hann býr
á bökkum Markarfljóts og hefur á
því hemil. Stóradalssókn er vestust
þriggja sókna Holtsprestakalls. I
þeirri sókn eru 115 manns. Með
Eysteini í sóknarnefnd eru Ólafur
Kristjánsson, fyr bóndi að Selja-
landi og Símon Oddgeirsson, bóndi
að Dalsseli. Símon hefur verið þeirra
lengst í sóknarnefnd, ein 12 ár, hinit
sex eða sjö ár. í stjórnartíð þessara
I