Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 7

Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 7
Hin hvíta rós Ur Divina Commedia, eftir Dante. XXXI. kviða Paradísarljóðanna. Guðmundur Böðvarsson þýddi. i rósarmynd, — í helgi-hvítu skrúði, þá hetjufjöld í dýrð mér gafst að sjá, sem Kristur blóði keypti og valdi að brúði, en vœngjum bárust aðrir að og frá, ástföngnum huga lof og þakkir sungu þeim herra, er gaf þeim himinsœlu þá. Sem hunangsbýin hvarfli um blómin ungu, svífandi heim og heiman bjarta braut að breyta í scetleik dýran striti þungu. þannig um helgi-blómsins blaðaskraut ýmist þeir líða eða hœrra leita í guðs síns ástarfaðm og föðurskaut. Eldlega skein hver ásýnd þeirra sveita, er annars voru bjartar eins og snœr, gullvœngir þeirra hvítan hópinn skreyta. Sem komu að ofan englahjarðir þœr, kœrleik og friði deildi um bekki breiða í blómsins krónu þeirra vœngjablœr. En fjöldinn þessi á flugi himinleiða, rósar á milli og þess, sem ofar er, duldi mér hvergi dýrðarundrið heiða,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.