Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 9

Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 9
svo varð mér, er ég augum mínum leit hœrra og lœgra í himinljósi þvísa frá bekk til bekks um hina helgu sveit. Hvert auglit sá ég ást og þokka lýsa og gagnkvœm birta af brosi þeirra skein og blik af þeirri tign, er hœst má rísa. Oll Paradísar skipan helg og hrein mér hér var birt, en sýn um stundu bráða varð ónóg mér í mörgu á ýmsa grein, og þar sem fyllri frœðslu heitt ég þráða og falinn kvíða í hjarta mínu bar, dís minni hjá ég hlaut að leita ráða. Eins hafði ég vœnzt, en annar galt mér svar, ekki mín dís, en skrýddur dýrlingsklceðum öldungur tignarbjartur birtist þar. Hans augu lýstu eins og Ijós frá hœðum, ástúð og mildi skein af kinn og brá, sem föður sómdi, er miðlar gleði og gœðum. ,,En hvar var hún?“, var hróp mitt stundu þá, og hann: ,,Hún kvaddi mig til þessa staðar, til lokamarks að leiða þína þrá, lít lyftum augum efsta hringsins jaðar í hœðum hátt, — og sjá, hún situr þar, í heiðurssceti hinnar þriðju raðar“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.