Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 10

Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 10
Ég horfði og sá, — þótt hefði ég ekkert svar, — frá höfði hennar endurskein hin bjarta himneska birta og hennar króna var. Þótt þaðan, sem að þrumuleiftrin skarta, mannsaugað horfi himinboga frá í hafsins regindjúp til grunnsins svarta, hvað er sú firrð mót þeirri, er þar ég sá hennar á milli og mín, en fékk þó eigi mín augu hindrað hennar mynd að sjá. „Ó, þú, sem minni von á löngum vegi veittir þinn styrk, — og átt í Vítis tröð þín spor, svo sál mín frelsun fagna megi, í öllu, sem ég sá í minni kvöð, þinn mátt ég þekkti, er hverri hindrun eyddi, og hátign þína og náð fann sál mín glöð. Úr fjötrum þrœls til frelsis þú mig leiddir í styrk þess valds, er þér til þess var léð, og reyndir þrek mitt jafnt sem götu greiddir. Ó, gœt þinna ástargjafa, hverjum með þú gerðir mína sálu heila og sanna, svo enn hún sé þér kœr, þá fold ég kveð." Svo bað ég; — og úr bláfirrð hárra ranna leit hún til mín og brosti, — og beindi sýn burtu frá mér að lindum eilífðanna.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.