Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 11

Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 11
Hinn aldni kvað: ,,Svo Ijúkist langferð þín að öllu rétt, — því ósk og bœnir valda og ást, að gerð var hingaðkoma mín, — horf yfir garðinn hvítra blómsturfalda, styrk augans þol, svo þér sé fœrt að sjá í guðdómsgeislann, heimsljós allra alda. Náð mun oss sýna himinsdrottning há, því ég er Bernharð, hennar boðum hlýði, sem ástareld míns hjarta um eilífð á“. Sem þeim er kœmi af Króatíu-lýði vorn sveitadúk að sjá, — og aldrei fœr fullnœgjusýn af fornrar sagnar prýði, en hugsar meðan horfir leiðslu nœr: ,,Ó, herra Jesús, lceknir allra meina, var þannig ásýnd þín, svo Ijúf og kœr?", svo fór og mér, er horfði á svipinn hreina öldungsins, sem á sinni jarðlífsför í trú og skoðun friðinn fann hinn eina. „Þú náðarbarn", hann mœlti, „ei mun þér gjör kunn sú hin sœla vist, ef vogar ekki að hefja sýn frá hinni lœgri skör, íít upp, sjá hringsvið há, sjá fjœrstu bekki, unz himins krýndu drottning líta mátt, sem þetta ríki er vígt, og vel ég þekki". 9

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.