Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 12

Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 12
Og ég leit upp: Sem austurhvelið hátt lýsi við árdags upphaf sjóndeild alla á sigurför mót sólarlagsins átt, og svo sem gœfi sýn til hárra fjalla úr dalsins lœgð, — svo leit ég bjarmaflóð um blómsins efstu brún í straumum falla. og eins og vœntum vér á foldarslóð sólguðsins vagn að sjá, er húmsins slœða til beggja hliða þokast þung og hljóð, svo skein í bjarmans miðju hátt til hœða hinn hljóði sigurlogi og þannig brá sem deyfðum Ijóma á línur fjœrri svœða. Þúsundir engla þar ég svífa sá með söngvagleði í bjarmans dýpsta inni, hvern á sinn hátt sinn trúarfögnuð tjá. Og enn ég sá: af ástarmildi sinni dásemdin brosti blítt við þeirra leik brosi, sem fyllti helgra salarkynni. Þó hefði styrk mín stefjagáfan veik til móts við skynjun, mundi ég samt ei voga hið minnsta að iýsa hennar yndisleik. Cg sem ég horfði í hennar geislaboga leií' helgur Bernharð þangað, — og ég sá í augum hans þann ástartrúnað loga, sem augum mínum vakti nýja þrá.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.