Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 18

Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 18
sem eiginleika nema þessa veiku trú eða frumgróða trúar (trú ó byrjunarstigi)' að vér erum farnir að höndla Krist, en synd helzt samt hjó oss í sannleika. O, hve þessi orð Lúters eru langt frá öllu syndleysi, öllu öryggi holdsins, sem losar sig við sektartilfinninguna með amerískum hraða og ekki það eitt, heldur alla meðvitund um synd. Áframhaldið: „Þetta er þó enginn leikur, heldur alvarlegt og mjög mikilvœgt, því að Kristur, sem oss er gefinn og vér höndlum í trúnni, hefur ekki gert neitt smávœgilegf fyrir oss eða verið að leika sér, heldur „Elskaði oss og gaf sjálfan sig fyr'r oss, var gerður að bölvun fyrir oss o. s. frv." eins og Páll hefur áður sagh En það er ekki máttvana hugarburður, að Kristur hafi verið framseldur fyr,r syndir mínar og verið gerður bölvun fyrir mig, til þess að pg yrði hrifinn eilífum dauða. Því verður það að höndia þennan son og trúa á hann (en það er Guðs gjöf) til þess, að Guð reiknar þessa trú, þótt ófullkomin sé, til fullkom- ins réttlœtis. Og hér erum vér í allt öðrum heimi, þar sem ekki er um það að rœða, hvað vér eigum að gera, með hvaða verkum vér eigum að verðskulda náð og fyrirgefningu syndanna, heldur erum vér hér í guðlegri guðfrœði, þar sem vér heyrum þann gleðiboðskap, að Kristur hafi dáið fyrir oss og að vér séum reiknaðir réttlátir, er vér trúum, en séum þó áfram í syndum vorum, »9 það meira að segja stórum." Hvílíkt fagnaðarerindi. Getum vér lúterskir menn gleymt þessu? Er þessi boð- skapur orðinn óþarfur? Eru ekki enn til menn, sem hafa samvizku og synda- vitund og láta sér ekki nœgja fullyrðingar, heldur verða að eiga Krist og hann krossfestan að frelsara? 16

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.