Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 34

Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 34
ar á nýjum slóðum og Guðs blessun- ar. Aðrar breyfingar Þá hafa þessar breytingar orðið: Sr, Magnús Runólfsson hlaut veitingu fyrir Kirkjuhvolspiestakalli, Rangár- vallapróf., frá 1. júlí 1970. Sr. Jónas Gíslason fyrir Grensáss- prestakalli, Reykjavík, frá 1. október 1970. Sr. Þórarinn Þór, prófastur, fyrir Pat- reksfjarðarprestakalli, Barðastrandar- próf., frá 15. október 1970. Sr. Tómas Guðmundsson fyrir Hvera- gerðisprestakalli, Árnespróf., frá 15. október 1970. Sr. Ágúst Sigurðsson fyrir Ólafsvík- urprestakalli, Snœfellsnesspróf., frá 15. október 1970. Sr. Guðmundur Þoisteinsson fyrir hinu nýstofnaða Árbœjcirprestakalli, Reyk- javík, frá 1. janúar 1971, Sr. Jón Kr. ísfeld beiddist lausnar sem sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarpresta- kalli, frá 1. október 1970, en óskaði jafnframt eftir setningu í Hjarðarholts- prestakall í Dölum. sem engin um- sókn hafði borizt um. Nú hefur kosn- ing farið fram í kallinu og sr. Jón verið kosinn lögmœtri kosningu. Sr. Kristján Róbertsson hefur beðizt lausnar frá embœtti í Siglufjarðar- prestakalli frá 30. júní n. k. Hefur lausnin verið veitt en jafnframt hefur hann að eigin ósk verið settur sókn- arprestur í Hvanneyrarprestakalli, Borgarfjarðarpróf., frá 1. júlí n. k. Sr. Jón Bjarman var samkvœmt ósk sinni leystur frá starfi sem œskulýðs- fulltrúi frá 15. júli 1970, enda þriggja Sr. Magnús Guðmundsson ára ráðningartími hans runninn út. Frá sama tíma var sr. Bernharður Guðmundsson ráðinn œskulýðsfulltrúi- Sr. Hreinn Hjartarson, Ólafsvík, var ráðinn til prestsstarfa í Kaupmanna- höfn frá 1. september 1970. Sr. Jón Bjarman var ráðinn fanga- prestur frá 1. janúar 1971. Ég vil geta þess, að frá því hann lét af störfum sem ceskulýðsfulltrúi, hafði hann með samkomulagi miH' mín, dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins og félagsins Verndar verið ráð- inn til bráðabirgða til þess að vinna að fangamálum og höfðu þessir að- ilar samvinnu um að útvega fé til að standa undir kostnaði. Þessi til- raun þótti gefast svo vel, að kirkju- málaráðherra lagði áherzlu á að gera þetta að föstu starfi nú þegar, skv- heimild í lögum um skipun presta- kalla og prófastsdœma og um kristni- sjóð. Sr. Lárus Halldórsson var ráðinn sjúkrahúsaprestur frá 1. júní þ. a-, einnig skv. heimild fyrrgreindra laga- A 32

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.