Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 50

Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 50
Sr. GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON: Framlag kristlnnar kirkju til íslenzkrar þjóðlífs- menningar á 11. og 12 öld Mikill var fögnuður íslenzku þjóðo1’" innar, er (sland var lýst lýðveldi ° Þingvöllum 17. júní árið 1944. Lang- þráðu frelsi og algjöru sjálfstœði vC,r fagnað. Lítil þjóð, er taldi um 16° þúsund þegna, öðlaðist viðurkenn- ingu stœrri og voldugri þjóðlanda, o9 Islendingum var skipaður sess á al' þjóðavetlvangi moðal hinna frjálsu' fullvalda þjóða heims. Nú er það vissulega verðugt íhug- unarefni, hvers vegna vér áttum þessu láni að fagna og hvað einkum oH' því, að hinar stœrri þjóðir hremmdu oss ekki eða innlimuðu, sem sýndisl þó hœgur leikur við örsmáa, vopO' lausa þjóð. Ástœður þess, að svo f°r ekki, eru að mínu viti þrjár: í fyrsta lagi lega landsins, sem gerir það að einni órofa landfrceði' legri heild fjarri öðrum þjóðlöndum- í annan stað þjóðfrelsishreyfingar þœr, er fram komu á 19. og 20. °ld- Og í þriðja lagi menningararflei^ vor og mun hún valda mestu um- Það er deginum Ijósara, að helzt° ástœðan fyrir því, að vér öðluðumst tilverurétt í hópi óháðra ríkja var sú, að hinar stœrri þjóðir báru virðingu fyrir og dáðust að oss sem menning' arþjóð. Og fyrst og fremst var þa^ fornri menningu þjóðarinnar a^ þakka. Saga vor, bókmenntir, tunga' stjórnlagaskipan og mennt þjóðarinn- ar á fyrstu öldum tilveruskeiðs hennör eru sveipuð töfraljóma í hugskot' þjóðarinnar og í hugum þeirra er lendu manna, er kynni hafa haft islenzku þjóðlífi og skyn bera á þesS' mál. Allt eru þetta fjöregg vor, arfur horfinna kynslóða er valdið hefur þvI' 48

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.