Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 58

Kirkjuritið - 01.10.1971, Side 58
myrkar og erfiðar ó flesta lund. En þjóðin lifði allar þessar hremmingar af, lét aldrei yfirbugast af óblíðum kjörum, af því að hún átti eld and- ans, er ornaði þá bezt, er kuldinn var mestur og myrkrið svartast. Hún átti í hjarta sínu trúna á Guð og son hans Jesú Krist og missti því aldrei kjark eða tapaði trú á landið. Því er þessi litla þjóð það, sem hún er nú, sjálfstœtt lýðveldi með glœsta ytri menningu og verulegar þjóðar- tekjur og þjóðarauð, a. m. k. borið saman við það sem áður var, en allt er þetta veraldargengi fallvalt, skorti hina innri menning, siðgœði og trú, drepist líf andans í dróma. Það er ekki vandalaust að gœta fjör- eggs frjálsrar smáþjóðar, svo brot- hœtt sem það er og auðvelt að glopra því sér úr höndum, eins og dœmin sanna úr þjóðarsögu. En vilji menn varðveita það heilt og óskert, þá mega kirkja og kristni ekki gleymast. Verði þeim hornsteinum, er hún hefur lagt, kippt burt, andlegri leiðsögn hennar hafnað, þá mun hin háreista menning nútímans brátt hrörna og riða til fails. Svo fór á Sturlungaöld, og sú saga getur endurtekið sig enn. Mörgum sýnist merki slíkrar menn- ingarhnignunar blasa við. Það er álit ýmissa sagnfrœðinga, að auk framfaratímabila í menningu þjóða, komi tilsvarandi hnignunartímabil og er skírskotað til reynslu sögunnar um þetta. Meðan Evrópuþjóðirnar voru ósiðaðir steinaldarmenn stóð menn- ingarlíf með blóma hjá Kínverjum. Menning þeirra staðnaði síðan og fór hnignandi um langt skeið. Svipaða sögu má og segja um Indverja, Kal- dea og Egypta, svo að dœmi serJ nefnd. Eins þekkjum vér gullaldar- tímabilin í sögu Grikkja og Rómverja< er ekki áttu sér ýkjalangan aldur- Og nú virðist röðin komin að hinum vestrœna heimi og menningu hans- Hœpið er, að hér sé um eðlislögmál tilverunnar að rœða, svo sem gizkað hefur verið á. Þá vœri mannkyni jafn- an hrint aftur, er það leitaðist við að klífa hinn erfiða hamar þekking°r og framfara í sókn og leit á œðstu mið mannsandans. — Raunveruleg menning þjóða er fólgin í tvennu. Annars vegar þekk' ing á eðli og lögmálum hinnar sýn1' legu, áþreifanlegu tilveru. Þetta er hin ytri menning. Hins vegar er hun fólgin í eðliskostum einstaklingann0, að þeir þekki sjálfa sig, skynji tak- mörk sín og hafi vilja og vit til neyta orku sinnar í þágu og þi°n' ustu lífsaflanna. Á þessu grundvallast hin innri menning. Hin ytri menning vestrœnna þjóðd er eins fullkomin og mannleg hugsuP fœr greint. En hún hefur ekki reyiizt einhlít. Heimsstyrjaldirnar tvœr á irstandandi öld eru hryggileg dce1111 þess. Persónuþroskinn og viljinn rl hins góða óx ekki eða a. m. k. hé!zt ekki í hendur við tröllaukna ytri þe^^, ingu og menningu. Orsakanna rna víða leita, svo sem i hugsunarhced1 þjóða, uppeldisaðferðum, þar sem hyggja andans hefur vikið fyr,r hyggju efnisins. Kirkjan hefur misst tök og áhrif hennar farið þverrand'- Efnishyggjan gerði menn hirðulauS° og alvörulitla í breytni og reyndist fóstra margskonar lasta. Togstreitc* hefur verið háð um völd, fjármunl 56

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.