Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 29

Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 29
Hafðu, Jesú, mig i minni, mœðu og dauðans hrelling stytt. Börn mín hjó þér forsjón finni, fró þeim öllum vanda hritt, lóttu standa á lífsbók þinni líka þeirra nafn sem mitt. Þessa konu segist Halldór einhvern f|ma hafa ávarpað svofelldum orð- Un"i: ,,Við höfum nú verið saman ein þrjátíu ár. Hvernig stendur á því, að ég hef aldrei heyrt þig segja styggðaryrði, að ég held?" — Hún svaraði: ,,Það er líklega af ^Vi, að mér hefur aldrei þótt við neinn. Svo á maður heldur ekki að 'áta það finnast, þótt manni þyki." Hún var mikil raunamanneskja, Segir Halldór, en frá því segir ekki a þessum blöðum. Garrialf hús og horfin tíð ~~~ Ég hef hugmynd um, að hér Éafi verið mikið og fjölskrúðugt ^annlíf, þegar þú varst að alast UPP, segi ég. Já, það var hér margt fólk, Qldrei fœrri en tuttugu á veturna og Priátíu á sumrin. Sveinn var að segja mér, að Petta hús vœri gamalt. Já, það er byggt ’69-'70. Og er það með sömu um- H^erkjum og upphaflega? Það var tekin úr því suður- '32 eða '33. Að öðru leyti það alveg eins og var. Hurðirnar Pessar eru t.d. þœr sömu — og ásarnir. Hér inni er þó búið að ^ala yfjr það, sem áður var eikar- ^alað, neðri þiljurnar þessar, t.d. ' Hver byggði? — Það var hann Páll, afi hans Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Svo kom hann hér aftur. Það mun hafa verið í kringum 1910 eða ’ll. Þá málaði hann upp eikarmálninguna gömlu. Þá var hann orðinn gamall maður, náttúrlega. Já, húsið er orðið gamalt og langt á eftir sínum tlma, eins og ég og annað, sem í því er. Og Halldór bendir á saumaða mynd af Ijóni á stofuveggnum: — Þetta, sem þarna hangir, seg- ir hann, — saumaði amma mln 1860, — Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Inni er söðuláklœði, sem hún saum- aði árið áður. Breiðir listar skipta stofuloftinu í marga, smáa ferninga. Halldór seg- ist vera farinn að sjá það í seinni tíð, síðan fátt varð um kvenfólk á bœnum, að slík loft séu óhentug, erfitt að halda þeim hreinum. Hann kveðst hafa séð þrjú hús í Reykja- vík með svona lofti. Eitt af þeim var Landfógetahúsið gamla, þar sem Hressingarskálinn er nú til húsa. Hann kom þar oft áður. Foreldrar hans voru þar alltaf nœtursakir, þeg- ar þau fóru til Reykjavíkur. Um Árna Thorsteinsson, sem þar bjó, segir Halldór, að hann hafi verið mikill fyrirmyndarmaður og þau hjón bœði. — Nú eru þeir farnir að snúa þessu öllu við, — nöfnunum hérna, sem ég ólst upp við, anzar Halldór, þegar ég hcf orð á því, að lengi mœtti líklega tala um húsið og staðinn. — Það eru tveir hólar hérna niðri í túninu, sem alltaf eru kallaðir Goðhólar, og lág er á milli þeirra, sem var kölluð Goðalág. Nú sé ég 315

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.