Jörð - 01.08.1931, Side 6

Jörð - 01.08.1931, Side 6
4 HEILSUN [JörÖ við fortíð þjóðarinnar, við vaxtarbrodda mannkynsms á hverri líðandi stund, við náttúruna, við mannkynsheild framtíðarinnar. Ekki er »Jörð« ætlað að snúa sér fyrst og fremst að trúmálum, þó að hún vænti þess að ræða allt frá sjónar- miði trúar. Verða umræðuefnin fyrst um sinn væntanlega einkum uppeldismál, skólamál, líkamsrækt,- útilíf, heimili, ástir, þjóðerni, þjóðlíf, nýi tíminn almennt og trúmál (í þrengri merkingu þess orðs). Varla þarf að taka það fram, að oss er ljóst, að »Jörð« verður, þrátt fyrir hinar almennu hugsjónir sínar, lituð og á ýmsa vegu takmörkuð af persónulegum hugðum og þess háttar. »Jörð« óskar að verða haslaður völlur fyrir einlægar umræður um málefni þau, sem að framan voru talin, og mun engum varnað máls, skoðana vegna. Viljum vér sér- staklega vekja athygli á, að raddir úr hópi alþýðu og æsku eru tímariti sem þessu því nær lífsskilyrði. NÝI TÍMINN ólgar í gervöllu mannkyninu. Enginn veit,hvað framtíðin berískauti. En hversá,er trúirá Jesú Ki'ist, hlýtur að vera staðráðinn í að berjast fyrir, að framtíð mannkynsins verði á vegum fagnaðarerindisins. Það er með öllu óðs manns æði, að ætla sér þá dul, að standa á móti nýja tímanum. Það er ávallt óhugsandi, að unnt sé að stöðva straum tímans; — en þegar vorleysing- ar geysa, er með öllu ógerlegt, að láta sér það til hugar koma, að stöðva þann straum. Hlutverk vort er það eitt, að laga farvegina svo vel, sem vér getum; — farvegi þá, er vér trúum um, að heillavænlegt sé, að hin mikla elfur fari fram. Margar hendur framsýnna manna standa nú fram úr ermum, til að laga farvegi, sem þeir telja, að flóðið ætti að fara um. »Sósíalistar«, »kommúnistar«, »kapítalistar«, »imperíalistar«, »þeósófar« og ýmsir aðr- ir flokkar með margvíslegum sjónarmiðum vinna svo að segja nótt sem nýtan dag. »Jörð« er ekki beint gegn þeim. Henni er yfirleitt ekki beint gegn neinum. Henni er ætlað

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.