Jörð - 01.08.1931, Side 14

Jörð - 01.08.1931, Side 14
12 LÍKAMSRÆKT [Jörð Líkamsrækt. i. FORFEÐUR vorir iðkuðu líkamsrækt almennt. Þeir voru kunnáttumenn á því sviði og náðu miklum ár- angri. Vafalaust má telja, að Skarphéðinn hafi í raun og veru stokkið »12 álna langt« eða þar um bil á ísi á Mark- arfljóti. Ekki mun heldur ástæða til að efast um, að Helga jarlsdóttir, — sem að vísu var af gauzku bergi brotin, — hafi synt til lands úr Geirshólma með minni son sinn á bakinu, en sonur hennar hinn eldri hafi bjarg- að sér sjálfur hina sömu vegarlengd. HellevxM' (Forngrikkir) eru þó taldir að hafa verið for- feðrum vorum enn þá snjallari í líkamsrækt. Eru og gleggri heimildir til um þá, þar sem eru hin goðfögru mannlíkön, er þeir hjuggu og surfu í marmara og varð- veizt hafa að meira og minna leyti fram á þenna dag. Er af líkömum þessum ljóst, hvílíkur hefir verið vöxtur hinna gervilegustu manna með Hellenum, kvenna sem karla. Fer varla tvennum sögum af því, að Hellenar liafi lcennt mannkyninu, hvað líkamsfegurð sé. En sjálfir öðl- uðust þeir þehlcingu á því, við að rsehta líhami sina i sam- ræmi við náttúnma, svo sem þeir vissu hezt; rækta nátt- úruna sjálfa af vandlátri alúð, afbrýðisfullri elsku, en varast að brjóta á móti lögmálum hennar. Vegna slíkrar ræktarsemi við mikilsverð lífslögmál, urðu þeim opinber- aðar fyrirmyndir í líkamsfegurð og hreysti — af hinum eina, er þekkti — Móður Náttúru sjálfri, er framleiddi pær í lifandi mönnum. Standa síðan allar aldir í ómetan- legri þakkarskuld við líkamsræktarmenn Hellena sem og við listamenn þeirra, er festu myndir hinnar lifandi op- inberunar í tiltölulega varanlegt efni. LÍKAMSRÆKT hefir þrjú markmið: heil- b ri g ði, hr ey sti, f e g ur ð. Vér teljum ekki ástæðu til, að svo stöddu, að lýsa dásemdum eiginleika þessara, enda munu þær liggja hverjum manni meira og minna í

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.