Jörð - 01.08.1931, Page 16

Jörð - 01.08.1931, Page 16
14 »MATUR ER MANNSINS MEGIN« [Jörð „Matur er mannsins megin.“ Þ R E N N T er hhitverk fæðu: 1) leggja líkamanum orku til verks og hita; 2) leggja til efni í líkamsvefi; 3) leggja til efni, er stýra efnaskift- um líkamans. — Næringarefni þau, er orJcu veita, eru þrenns konar: 1) kolvetni, 2) fitur og 3) holdgjafar. Kolvetni eru aðalefni mélmatar, korns, grjóna, rótar- ávaxta, kartafla, makarónía, sykurs, hunangs, síróps, sætinda og niðursoðinna aldina. Feitmeti þekkja allir; er hrein fita meira en helmingi di-ýgri til orku en nokkur fitulaus matur. IJoldgjafar eru einkum í keti, fiski, eggjum, mjólk, osti og skyri. — Næringarefni þau, er leggja til efni í líJcamsvefi, eru: 1) holdgjafar, 2) steinefni, 3) fjörefni og 4) vatn. Steinefnin eru kalk, fosfór, járn og joð. Er Jcalkið í mjólk, aldinum, »garðamat«, kjarna,* **)) og sumum sölt- um.:f*) Fosfór er í mjólk, áfum, garðamat, kjama, eggj- um og keti. Jám er í keti, spínati (heimulu) og öðrum »garðamat«, kjama, mjólk, eggjum, og aldinum. Joð er einkum í sjávarmat. Börn þurfa mikið af holdgjafa á móti fullorðnum mönnum, sem tekið hafa út vöxt; þurfa þeir holdgjafann einkum til endurnýjunar líkamanum, sem eyðist jafnt og þétt af sliti. Bein og tennur eru aðallega úr kalki og fos- fór. Blóðið innibindur járn í sér, en skjaldkirtillinn joð. Þurfa börn og unglingar efna þessara tiltölulega meira við en uppkomnir menn. — Næringarefni þau, er orJca á efnaskifti kirtla og ann- *) Með því orði á ég við það, er á ensku er nefnt »whole grain«, nfl. mélmat og kornmat, sem ekki hefir verið sviftur kjarnhýð- inu; en við það eru bundin flest næringarefni komsins önnur en kolvetni (sterkjan, hvíta mélið). **) Það, sem venjulega er nefnt »salt« á íslenzku, er ein tegund af þúsundum salta.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.