Jörð - 01.08.1931, Side 17

Jörð - 01.08.1931, Side 17
Jörð] »MATUR Elt MANNSINS MEGIN« 15 ara líffæra líkamans eru steinefnin og fjörefnin. Fjögur eru fjörefni, svo að kunnugt sé — ómissandi til vaxtar og heilsu; eru þau kennd til bókstafanna A, B, C, D. Er A í mjólk, rjóma, sméri, eggjarauðu og grænmeti.*) B í mjólk, kjarna, aldinum og garðamat. C hvað mest í gló- aldinum (appelsínum), gulaldinum (sítrónum), rauðald- inum (tómötum) og hvítkáli; D í mjólk, eggjarauðu og einkum lýsi. Sterkt sólskin getur komið í staðinn fyrir D. Efnaskifti líkamans eru: 1) breytingar fæðu í hold, bein, taugar og þessháttar (vöxtur og endurnýjun lík- amsvefa); 2) »bi’uni« næringarefna til orkuframleiðslu; 3) myndun meltingarvökva og annara kirtilvessa; 4) myndun útvökva (þvags, svita o. s. frv.). Allt verður þetta að vera með góðu lagi; annars bilar heilsan meir eða minna. M E Ð tilliti til alls þessa verður fæðið að vera. Hafa menn að vísu bjargast nokkurn veginn af og þó misjafn- lega, þó að ekki þekktu vísindalegar greiningar matar og' neyzluþurftar mannslíkama. Hinsvegar getur hver í- myndað sér, að framfarir geti átt sér stað í mataræði; — enda mun það mála sannast. Verða vísindin þar drýgst í tillögum, eins og í öðrum verklegum framförum. Alhæfing mat ar æ ð i s erný vísindagrein og á- kaflega líkleg til heilsubótar mannkyninu og þar með hverskonar þrifa. Svo sem kunnugt er, er engin ein fæðu- tegund alhæf, og mun það að vísu jafnkunnugt, að mjólk kemst næst því; vantar hana þó fjörefnið C og' hefir ekki í fullu tré með járnið. Mikil ný mjólkurneyzla hefir því fram að þessu verið einhver helzta tryggingin fyrir hollu fæði; og verður mjólk væntanlega lengi enn meðal helztu fæðutegundanna. *) Svo nefni ég það af »garðamat«, sem grænt er etið. Svo sem kunnugt er, nota íslendingur sama sem ekki grœnmeti,

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.