Jörð - 01.08.1931, Page 33

Jörð - 01.08.1931, Page 33
Jörð] TÍDÆGRA S1 mínu að sofa á bekkjum. Samt eru nokkrir kornpokar í herbergi ábótans, og myndi ég búa þér þar lélegt rúm, ef að þú getur látið þér það lynda«. En Alessandró svar- aði: »Hvernig ætti ég að komast fyrir í herbergi ábótans, sem er svo lítið, að ekki var hægt að koma neinum munk- anna þar fyrir? Hefði ég athugað þetta fyr, þá hefði ég látið tvo af munkunum liggja á kornsekkjunum, og legið sjálfur í rúmi þeirra«. Svaraði þá gestgjafinn: »Það er or seint um að tala nú, og skal ég ábyrgjast þér notaleg- asta rúm þarna. Ábótinn er steinsofandi innan við for- hengið á rúminu sínu; ég læðist eins og köttur með fá- eina rúmfataleppa, — og þú sefur nú þarna«. Sá Alessan- dró að þetta varð svo að vera og lagðist til svefns á pok- unum. En ábótinn, sem legið hafði andvaka að hugsa um hinn nýja vin sinn, svaf þó ekki, og hafði hann heyrt allt, er fór Alessandró og gestgjafanum á milli, og þá ekki síður, er Alessandró læddist inn í herbergið og lagðist fyrir. Hoppaði nú í honum hjartað af gleði og hugsaði hann með sjálíum sér: Guð sendir mér nú tækifæri til að ná uppfyllingu óska minna. Láti ég það ónotað, er óvíst að annað eins bjóðist aftur. Og fastákveðinn í að láta það ekki dragast úr höndum sér, kallaði hann hljóðlega á Alessandró og bauð honum upp í rúmið til sín. Var Aless- andró lengi tregur fyrir hæversku sakir, en lét þó loks tilleiðast. Jafnskjótt tók ábótinn að strj úka höndinni gælulega um bringu honum, en Alessandró rak í roga- stanz og datt ekki annað í hug, en að hann hefði þar fyrir sér svívirðilegan munaðarsegg, þótt ungur væri og sak- leysislegur. En ábótinn, sem renndi grun í hugsanir hans, hló lágt og lor úr léreftsskyrtu, sem hann var í, tók hönd hans og lagði hana á barm sér og mælti: »Alessandró! Sviftu burt fávíslegum hugrenningum og finndu hérna, hvað ég hefi falið«. En hönd Alessandrós var nú búin að finna á brjósti ábótans tvö stinn hvel, sem voru viðkomu rétt eins og fílabein; og ekki var hann þannig fyr búinn að komast að raun um að »ábótinn« svokallaði var kona, en hann án frekari uppöx*vunar faðmaði hana að sér og

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.