Jörð - 01.08.1931, Page 36

Jörð - 01.08.1931, Page 36
TIDÆGRA [Jörð !Í4 þá ákvað hann að verða að orðum hennar. Lét hann þá verða sitt fyrsta verk að sefa riddaraha, sem hann sá vel, hvernig var innanbrjósts, og sætti þá að fullu við unn- endurna. Gerði hann síðan aðrar ráðstafanir, er við áttu. Þegar svo brúðkaupsdagurinn rann upp, og kardínálarnir og margt annara stórmenna kom saman að boði hans til glæsilegrar veizlu, þá lét hann brúðhjónin koma fram, brúðurina, sem í konunglegum skrúða sínum var svo fögur og elskuleg ásýndum, að allir luku upp einum munni um að lofa hana, og Alessandró, sem, sömuleiðis glæsilega búinn, líktist alls ekki því, sem ætla mætti mann, er feng- ist hefir við það að lána út fé í gróðaskyni, heldur gaf, að því er snertir svip og látbragð, í engu eftir konung- bornum manni; enda var framkoma riddaranna tveggja við hann eftir því. Lét páfinn því næst gefa þau hátíðlega saman, og blessaði þau að skilnaði eftir allmikinn veizlu- fagnað. Fór nú Alessandró þess á leit við konu sína, að þau færu beina leið frá Róm til Flórens og samþykkti hún það. Var fréttin um þau þegar komin þangað á undan og var þeim tekið með kostum og kynjum. Lét konungs- dóttir leysa bræðurna þrjá úr skuldafangelsinu og fékk þeim og konum þeirra aftur hinar týndu eignir, eftir að hafa greitt að fullu skuldir þeirra. Unnu hjónin sér þar hvers manns hylli og fóru síðan til Parísarborgar og tóku með sér Agólante, föðurbróður Alessandrós. Var þeim þar allur sómi sýndur af Frakklandskonungi. En riddar- arnir tveir héldu tafarlaust til Englands, og komu svo vel ár sinni fyrir borð við konung, að hann gaf dóttur sinni upp sakir og tók hið vinsamlegasta á móti henni og tengdasyni sínum. Sló hann Alessandró skömmu síðar til riddara og gaf honum greifadæmið Kornbretaland. Reyndist hinn ný- slegni riddari hæfileikamaður hinn mesti og kom það bezt fram, er honum auðnaðist að sætta konung og son hans. Varð nú aftur ár og friður í landi, en Alessandró hvers manns hugljúfi. Ag'ólante heimti allt inn, er þeir bræður áttu þarlendis og hvarf aftur heim til Flórens með of

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.