Jörð - 01.08.1931, Page 61

Jörð - 01.08.1931, Page 61
Jörð] ÚTSÝ'N KRISTINS NÚTÍMAMANNS 59 en sígilda svar við spurningunni: Hver er þá náungi minn? Hefi ég þá ekki prédikað fagnaðarerindið? Hefi ég þá ekki verið að boða Krist, þó að sjaldan nefndi ég nafn hans, — er mælti: »Hungraður var ég«... og út- skýi’ði svo mál sitt með þessum orðum: »Það sem þér hafið gert bræörum mínum, það hafið þér gert mér«. Björgun úr dauðadái. Eftir Snorra Halldórsson, héraðslæknir í Síðuhéraði. ÞAÐ er allt af tekið mjög alvarlega þegar mannslíf er í veði, og allir góðir menn vilja, þegar svo stendur á, leggja lið þeim, sem í hættu eru staddir, en á því strand- ar oft, að þekkingu vantar, og væri á þeim efnum þörf á miklu meiri fræðslu en almennt veitist. Það er margt, sem þörf er að fræða um viðvíkjandi fyrstu hjálp við þá, sem verða fyrir slysum eða veikjast skyndilega, en ég ætla að þessu sinni að takmarka mig við að tala um hjálp við þá, sem falla í dá, og þó sérstak- lega um björgun úr dauðadái. Dauðadá hefir líka á vondri íslenzku verið ltallað »skyn- dauði«. Með því er átt við, að maðurinn sýnist dauður. Það verður ekki vart við, að hann dragi andann og hjart- að finnst ekki slá; en menn geta verið með lífi fyi’ir því. Það er undir ýmsu komið, hve lengi menn lifa í því á- standi; við eitranir, t. d. morl'íneitrun og kolsýrueitrun geta menn lifað klukkustundum saman, og drukknaðir menn og hengdir og sérstaklega frosnir menn geta rakn- að við eftir marga klukkutíma; munu jafnvel vera dæmi til þess, að menn hafi þannig verið í dauðadái í nærri sól- arhring. Venjan er samt sú, að dauðadá varir stuttan tíma, og því um að gera að hjálpin komi sem fyrst og sem öruggust.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.