Jörð - 01.08.1931, Page 63

Jörð - 01.08.1931, Page 63
Jörð] BJÖRGUN ÚR DAUÐADÁI 61 við Scháfer próf. í Edenborg í Englandi; hann skrifaði fyrst um hana 1903, en hafði þá í mörg ár gert tilraunir á dýrum. Scháfers aðferð er þannig, að þegar hefir verið losað um föi? mannsins, sem er í dauðadái, hann helzt klæddur úr jakkanum, hafi hann lent í vatn, þá er hann lagður á grúfu með handleggina undir enninu, hvorn ofan á öðrum, svo að vitin liggi ekki við jörð; svo má leggja vasaklút undir vitin, ef ryk er á jörðinni. Síðan leggst björgunarmaðurinn á hnén klofvega yfir hinn, þannig að hnén séu á móts við mjaðmirnar, leggur flata lófana á bak mannsins; þumalfingur eiga að liggja hlið við hlið, á miðju baki, nærri saman, og gómar að vísa upp, en hin- ir fingurnir eru glentir út yfir síðurnar á neðstu rifjum. Handleggirnir eiga að vera beinir. Maður sveiflar sér nú áfram, án þess að beygja handleggina, þangað til hann hvílir á lófunum, og eru þá handleggirnir orðnir lóðrétt- ir, eða vel það; þetta á að taka 2—3 sekúndur,*) svo sveiflar maður sér til baka aftur, án þess að hreyfa lóf- ana; það á að taka jafnlangan tíma (2—3 sek.). Til þess að fá tímann jafnan og hæfilega langan, er gott að telja fremur hægt einn, tveir, þrír — einn, tveir, þrír, o. s. frv. Þess verður að gæta að þrýsta ekki á eða fylgja á eftir af kröftum, líkamsþungi sá, er kemur á handleggina við að halla sér áfram, á að nægja. Að öðrum kosti geta innri líffæri sprungið. Scháfer ráðlagði fyrst að hafa kodda eða samanbrotin föt undir kviðnum á manninum, það átti að vera til þess, að það vatn, sem maðurinn hefði drukkið, þrýstist frem- ur upp úr maganum, en að því er enginn hagur, heldur tefur það öndunarhjálp, því ekki má halda henni áfram ef maðurinn er að kasta upp, annars getur vökvi sogast niður í lungun. Seinna hefir Scháfer líka ráðið frá þessu. Það sem gerist við öndunarhjálp er: að þegar stutt er á rifin, þrýsta innýflin þindinni upp á við; við það verður sterk útöndun, loft og vatn pressast upp úr lungunum; en þegar björgunarmaðurinn réttir sig við, víkkar brjóstið *) Heldur hraðara ef um ungbarn er að ræða.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.