Jörð - 01.08.1931, Side 64

Jörð - 01.08.1931, Side 64
62 BJÖRGUN ÚR DAUÐADÁI [Jörð út af sjálfu sér og lungun soga í sig loft. Þessu er nú haldið áfram með sama hraða. Samt þarf nú fljótlega að gæta þess, að tungan hindri ekki öndun; ef hún sígur niður í kokið, þá lokast fyrir barkaopið. Venjulega fellur hún fram í munninn, þegar manninum hefir verið velt á grúfu og fyrstu æfingar eru gerðar; stundum dugir líka að slá tvö högg á milli herðanna á manninum. Komi hún ekki fram að heldur, verður að hafa önnur ráð; ef tveir eða fleiri eru um björgunina, þá heldur sá áfram öndun- arhjálp, sem byrjaði á henni, en annar gætir tungunnar og nær henni fram, ef með þarf. Stundum dugir að fara með fingur aftur fyrir kjálkana og ýta þeim fram; en stundum verður að fara upp í manninn og er þá bezt að taka með klút utan um tunguna og toga hana þannig fram. En nú getur það viljað til, að erfitt sé að komast með fingur upp í manninn, að munnurinn sé svo harð- klemmdur aftur; verðjur þá fyrst að finna ráð til þess að ná tönnunum sundur; það getur gengið illa með handafli einu saman, en flöt spíta, nagli eða annað, sem menn hafa í vasa sínum, getur þá dugað; því má smeygja milli afturjaxlanna og með því glenna munninn opinn. Mest er um það vert að vera ráðsvinnur, að láta ekki koma fát á sig, en vera þó svo fljótur, sem hægt er, einkum ef einn er að verki og verður að hætta við öndunarhjálp, meðan hann er að ná fram tungunni. Tunguna skal draga langt fram, en ekki mjög hastarlega. Þegar maðurinn liggur á grúfu, er tæplega hætta á því, að tungan falli til baka aftur; annars má með vasaklút binda hana við neðri góminn; þá bundið niður undir hökuna. Ekki verða gefn- ar ákveðnar reglur um það, hve lengi skuli haldið áfram Öndunarhjálp á manni, sem ekkert lífsmark sést með. Þess eru dæmi, að menn hafa ekki lifnað við fyr en eftir 5 klukkutíma öndunarhjálp ; en sjálfsagt er að halda á- fram svo lengi, sem ekki er alveg vonlaust; en það er helzt ekki fyr en líkblettir koma. Eftir 3—4 klukkutíma mætti líta eftir þeim. Fleira getur það verið í útliti mannsins, sem gefur grun um það, hvort hann er lífs eða

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.