Jörð - 01.08.1931, Side 77

Jörð - 01.08.1931, Side 77
ANDREA DELFÍN 75 Jörð] svínsþjóið sælgæti, og sjálfur hertoginn drekkur ekki betra kýpurvín en þetta; kjallaravörður hans hefir selt okkur; við erum honum kunnug, síðan maðurinn mi'nn sálugi lifði. Þér, sem eruð svo víðförull, hafið þér aldrei rekist á hann Orsó minn, Orsó Daníellí?« »Góða frú«, svaraði gesturinn og hellti svolitlu tári í glasið og opnaði sér fíkju. »Ég hefi aldrei komið lengra heldur en til Brescíu, og þekki engan mann með þessu nafni«. Maríetta átti erindi út, og heyrðist til hennar dillandi söngur á meðan hún þaut niður stigann. »Heyrið þér til barnsins?« sagði frú Gíóvanna. »Eng- inn skyldi halda, að hún væri dóttir mín, — þótt að vísu verpi svört hæna hvítu eggi. Allt af syngjandi og dans- andi, rétt eins og hún ætti einhverstaðar annarstaðar heima hér í Feneyjum, sem fagna mega því, að fisk- urinn hefir eklci fögur hljóð; sem betur fer, segir hann ekki eftir. En svona var faðir hennar, Orsó Daníellí, fær- asti verkmaðurinn í Múranó,*) þar sem búin eru til.mis- lit gler, betur en annarstaðar á hnettinum. Orðtak hans var: glaður í sinni með rjóða kinn. Og þessvegna sagði hann dag nokkuni við mig: »Gíóvannína!**) Ég helzt hér ekki við; hér er svoddan pestarloft. f gær var rétt einu sinni maður kyrktur og hengdur upp á löppunum fyrir að tala of frjálslega um Dulardóminn og Tíu-manna ráðið. Veit ég vel, hvar ég er fæddur, en ekki hvar ég á að deyja og margur situr reiðmaður á grundinni fyr en var- ir. Með öðrum orðum, Gíóvanna mín: ég ætla til Frakk- lands; list gefur vist, og aurar stækka, eins og bömin, þangað til þeir eru orðnir að krónum. Ég kann iðn mína, og þegar ég er búinn að koma undir mig fótunum, sæki ég þig og barnið«. Það var nú átta ára þá, herra Andrea. Það hló, þegar faðir þess kyssti það að skilnaði; hann hló á móti. En ég grét, og þá gat hann ekki að sér gert að gráta líka. En þegar hann fór í gondólnum, var hann *) Staður í Feneyjum. **) Gælumynd nafnsins Gíóvanna.

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.