Jörð - 01.08.1931, Side 88
86
LISTAMENN
[Jörð
2. HLJÓMLEIKARINN.
Hörpuna slá,
hljómlistar djúpstrauma sendu þér frá,
voldugan, sigrandi, vekjandi hljóm,
vekjandi þjóðlífsins sætustu blóm,
blessaðan vorfugla blíðróma söng,
bergmál í hjartna og fjallanna þröng,
einróma lofgjörð í sérhverri sál,
sætlega hljómandi tilbeiðslu mál;
allt, sem er fagurt og allt, sem er gott,
allt, sem um guðlega hátign ber vott.
Alheimi kenndu þín lífrænu lög,
listanna valdsboð við hörpunnar slög.
B. SKÁLDIÐ.
Skálda þú góð
skapandi, innblásin voraldarljóð,
þýð eins og vorblær og sterk eins og stál,
stórvirk í alþjóðar vaxandi sál;
máttugu orðanna menningar óð,
máttugan hersöng á víkinga slóð,
voldugu tungunnar traustustu gerð,
tvíeggjað, blikandi guðsanda sverð,
hæðandi, dæmandi hatur og stríð,
hræsnandi kristni og valdsjúkan lýð;
nístandi kulda um klæki og lygð,
kærleikans hásöng um mannúð og dyggð.
4. MYNDHÖGGVARINN.
Legg þú í mót
listamanns hugsjóna, málma og grjót.
Gefðu því stóra og göfuga sál
gullalda hetjanna, — ódauðlegt mál.
Láttu hvert einasta litvarp og drátt
lifandi vitna um stálviljans mátt.