Jörð - 01.08.1931, Page 89

Jörð - 01.08.1931, Page 89
LISTAMENN 87 íiirðj Eeistu upp aldanna svipmestu sjón, sannleikans konunga, hreystinnar ljón, kröftugust vitni á komandi tíð, knýjandi ungborinn, hugsandi lýð áfram og hærra í hetjanna spor, helgaðan trúnni á komandi vor. 5. MÁLARINN. Mála þú skýrt myndir af því, sem er verðmætt og dýrt, köppum, er fetuðu krossberans slóð, keyptu oss sigrana fyrir sitt blóð, frelsuðu þjóðanna þrælkaða lýð, þreyttu hin Guðboðnu, heilögu stríð; leystu úr viðjum hin óþekktu öfl, unnu þá manns-andans flóknustu töfl. Málaðu sögunnar svipstóru mynd, sigur hins góða með viðbjóð á synd; málverk, er talar og' miklar það eitt, myrkri sem getur í ljósríki breytt.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.