Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 18
Prcstaféiagsrítið. Jón Ögmundsson. 13
hinni ungu kristni á landi hér, að enn vantaði alla inn-
lenda kirkjustjórn og innlendan yfirboðara, til að vaka
yfir kirkjunnar málum. Fyrir því kjöru þeir, eftir burtför
Hinriks, biskup af íslenzku bergi brotinn, ísleif Gissurar-
son, er varð fyrstur innlendur biskup hér á landi (1056
—1080).
Allir þeir biskupar, sem nú voru nefndir, munu aðal-
lega hafa starfað á Suðurlandi. Á Norðurlandi vitum vér
engan biskup starfandi á þessu tímabili, er þar bafi haft
fast aðsetur, annan en Bjarnharð hinn saxneska, er hingað
kom 1047 eða 1048. Hann hafði tekið vígslu af Aðalbert
í Brimum í því skyni, að hann færi til Noregs, en vegna
óvináttu, sem var með þeim Aðalbert og Haraldi harð-
ráða konungi, hætti Bjarnharður við að fara þangað, því
að hann áleit sig bundinn trúnaðareiðum við erkibiskup,
og fór í þess stað út hingað. En þar sem Róðólfur var
hér enn starfandi sunnanlands, hélt Bjarnharður norður í
land og settist fyrst að á Giljá í Húnavatnssýslu, en síðan
að Steinstöðum í Skagafirði. Hann dvaldist hér 19 ár
samfleytt og var »einmælt hann hafi verið hinn mesti
merkismaðura. Eftir lát Haralds konungs fór hann til
Noregs og gerðist biskup í Selju, en síðan í Björgvin og
andaðist þar.
Svo sem fyr er mælt, dvöldust hér auk þessara biskupa
þrir »ermskir«, sem nokkur vafi leikur á, hverrar þjóðar
hafi verið. En sennilega hafa þeir verið frá Armeníu
og úr flokki Pálikíana, er voru villuflokkur einn, sem
um þessar mundir hafði náð allmikilli útbreiðslu um
meginland Norðurálfu. En hvergi voru þeir vel séðir,
sökum kenninga sinna, og menn höfðu verið ámintir um að
þiggja enga þjónustu af þeim. Ef til vill hafa það verið
þessir biskupar, sem sagt er um, að hafi ollað ísleifi
biskupi ýmsum óþægindum, þar sem þeir hafi hænt að sér
vonda menn »með því að bjóða margt linara en ísleifur«.
Ekki verður séð, að Norðlendingar hafi sózt eflir þjón-
ustu þessara útlendu biskupa, að minsta kosti er ekki