Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 46
Prestaféiagsritið. Jón Ögmundsson. 41
Jóns Ogmundssonar, að ýmsir menn gerðu sér beinlínis
smábýsi umhverfis kirkjugarðinn, til þess ekki að íþ}'ngja
staðnum, og fæddu sig þar sjálfir. Til þess nú að
geta annað öllum sínum embættisstörfum og sint hinum
mörgu gestum, sem þangað leituðu, til þess að ráðgast
við biskup um sáluhjálparmál sín, skrifta fyrir honum og
fræðast af honum, varð biskupi brátt ómögulegt sjálfum
að hafa forræði staðarins. Valdi hann því vitra menn og
svinna til þess ásamt húsfreyju sinni, sem hann hafði
átt í prestskap sinum og enn þá dvaldist með honum, þó
ekki lengur sem eiginkona, heldur sem bústýra eða ráðs-
kona innan stokks, að hugsa um staðarforræðin, svo að
sjálfur þyrfti hann þar hvergi nærri að koma. Og sérstakir
menn voru beint settir til þess að taka á móti gestum
og vaka yfir þvi, að þá vanhagaði ekki um neitt. En auk
þess sem Jón biskup var gestrisinn með afbrigðum — og
í því efni sannur lærisveinn Klunýmanna — var hann
svo brjóstgóður, að hann mátti ekkert aumt sjá, og svo
örlátur við fátæka, að enginn tók honum fram í þeim efn-
um, þeirra er þá voru uppi á landi hér; eirda virðist það
hafa verið alvenja, að hinir efnaðri bændur, er þangað
komu, færðu biskupi gjafir, lil þess að hann gæti miðlað
fátækum og hjálpað öllum þeim er þurftu, án þess að
efni staðarins gengju lil þurðar.
Kennimenn, þeir er með honum voru og undir hann
voru settir, elskuðu biskup sinn af albuga. Var þeim
það Ijúfust iðja að reyna í öllu að vera honum til ánægju
sem bezta föður, enda var hann í allri daglegri umgengni
litillátur og jafnlyndur. Og þótt hann væri aðfinninga-
samur um alla hegðun klerka, þá voru aðfinslur hans
með þeirri hógværð og elskusemi að hann aflaði sér
fremur vina með þeim en hralt frá sér. Það tvent fer sam-
an hjá Jóni Ögmundssyni að vera í aðra röndina glæsi-
legur veraldarhöfðingi með stórmikla risnu og höfðingsskap,
en þó jafnframt að lifa sjálfur eftir katólsku helgikröf-
unni, sem nú fer einnig að ná valdi yfir hugum alinenn-