Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 48
x’restaféiagsritið. Jón Ögmundsson. 43
um alt og gert þær ráðstafanir, sem þurfti. Ed máttur
hans þvarr smátt og smátt; lét hann þá veita sér dánar-
smurningu (olean) í viðurvist lærðra manna er á staðn-
um voru. Rétt fyrir andlát sitt hóf hann sjálfur upp sálm
guði til dýrðar. En hann andaðist 23. apríl 1121 og hafði
þá biskup verið í 15 ár.
Þegar í lifanda lífi virðist Jón biskup (ef trúa má sögu
hans) af mörgum hafa verið haldinn heilagur maður.
Að því studdi þó ekki einvörðungu framúrskarandi prest-
legir hæfileikar hans og sálusorgargáfa, eða öll framkoma
hans sem biskups, heldur og sérstakir hæfileikar aðrir,
sem hann virðist hafa verið gæddur, svo sem gáfa til að
lækna sjúka með bæn og yfirlagning handa og fjarskynj-
unargáfa, sem var svo næm, að hann sá það er var að
gerast i fjarlægð. Þannig á hann hvað eftir annað að
hafa fengið vitranir um andlát fjarlægra vina sinna, og
verið svo sannfærður um það, er honum var birt í því
efni, að hann jafnvel gekk til kirkju og fól guði sálu hlut-
aðeigandi vinar með viðkvæmilegu bænarhaldi (þ. e. ílutli
sálumessu i tilefni vinamissisins), áður en lát þeirra spurð-
ist með venjulegum hætti. En þó þetta og annað eins væri
á vitorði manna kinnokuðu menn sér við, að honum lif-
andi, að kalla það berar jartegnir, þótt öllum þætti mikils
um vert. Það liðu þá líka nærfelt 80 ár áður en veru-
lega væri farið að tala um Jón biskup sem heilagan
mann, enda verður ekki séð, að ákall hans hafi verið
iðkað á því timabili, og höfundur sögu hans kemst svo
að orði, að bein hans hafi legið »80 vetra og nokkuru
minnur þar til guð birti hans dýrð með fögrum jartegn-
um og heilagur dómur hans var úr jörðu tekinn«. Þessi
orð »þar til guð birti« bera það óneitanlega með sér, að
ekki hafi verið nein jartegnagerð af lians hálfu á um-
ræddu tímaskeiði. En hvað veldur því, að þá er alt í
einu farið að ræða um sérstaka helgi Jóns biskups? t*að
mun vafalaust mega telja, að þær fregnir af jartegnagerð