Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 57
52
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið.
ann, ef við kunnum að leita og lesa. Við skulum velja
okkur bækistöðu í litlu herbergi efst uppi í turninum,
með yndislegu útsýni yfir Löginn, Sigtún og furuskóginn
nær og fjær, og fá þaðan einnig útsýni yfir draumlendur
mannlegra hugsjóna og þrekdjarft starf.
Hugmyndin um Sigtúnaskólann kom fyrst fram opin-
berlega i nóv. 1915. En í júní 1916 ferðuðust frumherjar
stofnunarinnar til Sigtúna, og þá var grunnurinn vígður af
biskupunum Eklund og Söderblom.
Fjár til stofnunarinnar var algerlega aflað með frjáls-
um samskotum. Geta má nærri, að það var ekki tekið
með sitjandi sældinni. Við höfum þegar séð, að það var
ekkert smáfyrirtæki, sem ráðist var í. Manfred Björkquist
beitti sér fyrir samskotunum.
Mestu erfiðleikarnir stöfuðu af ófriðnum, stöðugri verð-
hækkun og skorti á ýmsu, sem til byggingarinnar þurfti.
Smiðirnir töpuðu. Það þurfti að tala í þá kjark og gera
þá ánægða. Stöðugt varð að hækka kostnaðaráætiunina,
stöðugt þurfti nýja og nýja fjárviðbót. Með óþrjótandi
dugnaði og kappi sigraðist Björkquist á öllum erfiðleik-
um. En jól sem jólin 1916 hefir hann sagt, að hann vildi
ekki lifa annað sinn.
31. okt. 1917, á 400 ára afmæli siðbótarinnar, var skól-
inn opnaður og vígður. Þar með hafði hann bæði fengið
aðsetur og afmæli við sitt hæfi.
En fjærri fór því, að byggingin væri þá fullger. Fyrst
með jólunum var unt að opna »hospitiet« fyrir gesti, og
kapellan var ekki vígð fyr en 18. ágúst árið eftir. Og enn
er skólinn sjálfur — nær */s byggingarinnar — sem á að
liggja í boga framan og neðan við »hospitiet«, óreistur.
En þegar byggingin er fullger, verður hún eins og lok-
aður múr um stóran garð. Og þá minnir hún ekki svo
lítið á gömlu klaustrin.
Sérhvert verk hefir líkama og sál, framkvæmd og hug-
sjón. Hugsjónirnar, sem tengdar eru við þessa byggingu,
hefir Björkquist túlkað í ræðu við vígslu kapellunnar: