Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 74
Prestaféiagsritio. UngkirkjuhreyQngin sænska.
69
Kirkjan verður að koma til einstaklinganna, en ekki
ætlast til að þeir komi til hennar. Með þessu er átt við,
að kirkjan verður umfram alt að setja sig ljóst inn í
hugsunarhátt tímans og þeirra, er hana sækja, og taka
altaf þær spurningar til meðferðar og úrlausnar, sem ein-
mitt nú liggja þyngst á þeim, og á þann hátt, sem þær
horfa við og eru lagðar fram. En hún verður líka að
vekja þær spurningar, sem tíminn ber með sér, og verða
fyrst til að svara þeim — satt og hreint. Gagnvart hreyf-
ingum og hugarstefnum tímans verður hún að taka sömu
afstöðu og ungkirkjan sænska: að stefna þeim fyrir dóm-
stól þeirra eigin sannleika, en alls ekki leiða þær bjá sér.
Hún verður að skilja sinn eigin tíma og halda þó lifandi
sambandi við fortíðina. Sýn Svía á gamalli hefð í formi
og siðum er mjög eftirtektaverð fyrir okkur. Slíkt er þeim
helgidómar, sem þeir vilja varðveita, án þess að verði
þeim trúarok. Gamlir siðir eru fallegir fyrir það eitt, að
þeir eru gamlir. Það, að gegnum þá má finna hjartaslög
mæðra og feðra, gefur þeim helgi, sem engin nýjung getur
átt. Hins vegar verður að gera sér það fullljóst, að þeir
eru aðeins form, sem trúin birtist í — og á þann hátt
hka einskonar brú frá sál til sálar — en ekki trúin sjálf,
eins og sumum hættir til að skoða þá, ekki að eins í
katólsku kirkjunni, heldur einnig í þeirri lúthersku. Lík
er skoðun fjölmargra ungkirkjumanna á trúarsetningun-
«ni (dogmunum), og hygg ég, að hún sé frjósöm. Hinu
gæti ég trúað, að sumum íslenzkum prestum þætti hún
allhættuleg. En hættuleg er hver sú skoðun um þau efni,
sem ekki er gróandi andlegt líf bak við.
Kirkjan verður að tala máli, sem allir skilja. Nú er
kirkjumálið islenzka alt of guðfræðilegt. Petta er vafa-
laust eigi lítið vandamál, þvi að prestunum mun erfitt að
gera sér það ljóst. Eðlilegt er að m. k., að þeir eigi erfitt
með að geta öðrum nærri í því efni, eftir að hafa lifað
sig inn í guðfræðimál sitt við margra ára nám. En ræt-
ast mun þó úr þessum vandkvæðum öllum, ef prestarnir