Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 98
Prestafélagsritið.
Sænsk guðfræði og trú.
93
og efalaust«, talið gildi hins nýja sáttmála guðs við mann-
kynið sérstaklega komið undir friðþægingar- og fórnar-
starfi sínu á krossinum og upprisu sinni til nýs lífs. Eftir
þessu er þá kenning Jesú »það fræ, sem kenning postul-
anna spratt upp af«. Um mótsögn milli Jesú og Páls í
verulegum atriðum getur samkvæmt því ekki verið að
ræða. Sú mótsögn er hreinn tilbúningur (fiktion), sem hin
róttæka guðfræði Linderholms og hans líka verður að
bera alla ábyrgð á.
Gagnvart kristindómsskoðun Linderholms verður afleið-
ingin af þessu sú, að dæmisagan um glataða soninn verður
ekki »fagnaðarerindið í fagnaðarerindinu«. Sú dæmisaga
á einungis að sýna andstæðuna, tollheimtumenn og synd-
ara annars vegar, og hins vegar Faríseana, sem réttlátir
þóttust að eigin dómi og fyrirlitu aðra. Samkvæmt áður-
sögðu telur höf., að þungamiðja fagnaðarerindisins felist í
áður tilgreindum stað í 1. Kor. 15. Það sýnir höf. nánar, er
hann lýsir skoðun sinni á persónu Krists og starfi.
Nauðsynlegt og ómissandi skilyrði alls frelsarastarfs
Jesú verður það að vera, að Jesús sé eigi aðeins »maður-
inn eflir guðs hjarta«, heldur og »hinn syndlausi maður
og guðs sonur í alveg sérstakri merkingu«. En í því felst
aftur, að eins og Jesús gagnstætt náttúrunnar lögum reis
líkamlega upp úr gröf sinni til nýs lífs, svo getur hann
heldur eigi hafa fæðst að náttúrlegum hætti. Hér, þegar
ræðir um fæðingu Jesú í þennan heim, sést skýrast hinn
gagngerði skoðanamunur. »Nauðsynlegt skilyrði frelsis-
starfs þess, er Kristur leysti af hendi í fórn sinni á kross-
inum og sigri sínum í upprisunni, er sá sannleikur, sem
kristinn söfnuður hefir þannig yfir lýst í postullegri trú:
»Getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey«. Þessu
játningaratriði má ekki sleppa, því að afleiðing þess yrði
eyðing kristinnar trúar og kristilegs lífs. Kristur getur þá
eigi verið oss mönnunum það, sem vér þörfnumst framar
öllu öðru — frelsari«.
í »orðinu«, sem er »alt það, sem Pétur og Páll og guð-