Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 147

Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 147
142 Jón Helgason: Prestafélagsritið, grænlenzku prestum og hinum grænlenzku söfnuðum. Um nokkra hríð var hann forstöðumaður »grænlenzka skólans® í Khöfn, er stofnaður hafði verið, eftir hans áeggjan, til þess að menta presta og fræðara handa Grænlendingum. Var það honum kært starf, því að enn var grænlenzka trúboðið mesta áhugamál hans og daglegt efni allra hans bæna. Hann ritaði líka allmikið um Grænland og græn- ienzk mál, stjórninni til leiðbeiningar, og þýddi allmikla kafla ritningarinnar á grænlenzka tungu. Og honum var það hið mesta gleðiefni, að sjá hve mikið gagn Páli syni hans og eftirmanni tókst að vinna trúboðinu þann stutta tima, sem hans naut þar við. Eftir afturkomu sína til Danmerkur kvæntist Egede á ný. En launin voru svo lítil, sem honum voru ætluð að lifa af, að hann sá sér ekki fært að dveljast lengur í Khöfn. Fiuttist hann þá árið 1747 burt þaðan og settist að í Stubbeköbing, þar sem tengdasonur hans var þá orðinn prestur, og dvaldist þar það sem eftir var æfinnar. Hann andaðist í Stubbeköbing 5. nóv. 1758, þá 72 ára að aldri. Starfs Hans Egede mun ávalt verða minst í sögu kristninnar. Hann var trúr og guðhræddur þjónn drottins. Svo sem barn sinna tima var hann fastheldnari við kirkju- legar venjur og starfsaðferðir, en nú tíðkast, og kann það að hafa háð honum i starfi hans. En með vingjarnlegri umgengni sinni og elskuríkri fórnfýsi kom hann Skrælingj- unum í skilning um, hvers vegna hann væri þangað kominn og hvað hann vildi þeim. Örugg trú hans og kærleiki til guðs var styrkur hans og stoð í öllu starfi hans. Við burtför sína frá Grænlandi hafði hann, sem fyr segir, valið sér að ræðutexta orð spámannsins í Jesaj. 49, 4. Fyrri helmingur versins hljóðar svo: »Eg hefi þreytt mig til einskis, eytt krafli mínum til ónýtis og árangurs- laust«. Meira vildi Egede ekki gera úr starfi sínu þessi 15 Grænlands-ár sín, svo lítill virtist honum árangurinn af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.