Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 147
142
Jón Helgason:
Prestafélagsritið,
grænlenzku prestum og hinum grænlenzku söfnuðum. Um
nokkra hríð var hann forstöðumaður »grænlenzka skólans®
í Khöfn, er stofnaður hafði verið, eftir hans áeggjan, til
þess að menta presta og fræðara handa Grænlendingum.
Var það honum kært starf, því að enn var grænlenzka
trúboðið mesta áhugamál hans og daglegt efni allra hans
bæna. Hann ritaði líka allmikið um Grænland og græn-
ienzk mál, stjórninni til leiðbeiningar, og þýddi allmikla
kafla ritningarinnar á grænlenzka tungu. Og honum var
það hið mesta gleðiefni, að sjá hve mikið gagn Páli
syni hans og eftirmanni tókst að vinna trúboðinu þann
stutta tima, sem hans naut þar við.
Eftir afturkomu sína til Danmerkur kvæntist Egede á
ný. En launin voru svo lítil, sem honum voru ætluð að
lifa af, að hann sá sér ekki fært að dveljast lengur í
Khöfn. Fiuttist hann þá árið 1747 burt þaðan og settist að
í Stubbeköbing, þar sem tengdasonur hans var þá orðinn
prestur, og dvaldist þar það sem eftir var æfinnar. Hann
andaðist í Stubbeköbing 5. nóv. 1758, þá 72 ára að aldri.
Starfs Hans Egede mun ávalt verða minst í sögu
kristninnar. Hann var trúr og guðhræddur þjónn drottins.
Svo sem barn sinna tima var hann fastheldnari við kirkju-
legar venjur og starfsaðferðir, en nú tíðkast, og kann það
að hafa háð honum i starfi hans. En með vingjarnlegri
umgengni sinni og elskuríkri fórnfýsi kom hann Skrælingj-
unum í skilning um, hvers vegna hann væri þangað kominn
og hvað hann vildi þeim. Örugg trú hans og kærleiki til
guðs var styrkur hans og stoð í öllu starfi hans.
Við burtför sína frá Grænlandi hafði hann, sem fyr segir,
valið sér að ræðutexta orð spámannsins í Jesaj. 49, 4.
Fyrri helmingur versins hljóðar svo: »Eg hefi þreytt mig
til einskis, eytt krafli mínum til ónýtis og árangurs-
laust«. Meira vildi Egede ekki gera úr starfi sínu þessi 15
Grænlands-ár sín, svo lítill virtist honum árangurinn af