Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 163
158
Ásmundur Guðmundssou: Prestaíéiagsriua.
hana heila og óskifta í þjónustu guðsríkis. í því á starf
okkar út á við að vera fólgið í æðstum skilningi.
Köllun Jesú hófst ekki fyrst með almannastaríi hans.
Kyrlátt líf hans við trésmiðar heirna í Nazaret var einnig
þáttur í henni. Hið sama gildir um hverja stöðu, sem
guð fær okkur í hendur. Pað er að vilja hans, að störf-
um okkar mannanna er margháttað, svo að enginn getur
komist af án annara. Hvert verk, sem vel er rækt, er
mikils virði fyrir guði, jafnvel það, er minst kann að
þykja. Það er liður í þvi hlutverki, sem hann hefir gefið
mönnunum til þess að inna af hendi. En köllun okkar
er meira en þetta, miklu meira, eins og við sjáum skýr-
ast hjá Jesú, er þess gætti ekki fratnar í starfi hans. Því
er sarafara fjölda margt fleira, sem sízt er minna um
vert. Við tökum þátt í heimilislífi og ýmsu öðru lélags-
lífi. Við erum bundin ótal þáttum við aðra menn. Orð
okkar og framkoma öll í smáu og stóru eru í ákveðnum
anda og hafa mikinn mátt tíl góðs eða ills. Ekkert við-
vik er þýðingarlaust. Þannig nær köllun okkar yfir alt
lif okkar. Við getum séð það fyrir augliti guðs, hver hún
er, og að hún sé í dýpstum skilningi hin sama hjá öllum
mönnum. Við horfum í huganum á æfi okkar, hver hún
mundi verða, ef hún fengi öll að stjórnast af samlífi
okkar við guð: Köllun okkar er lif okkar eins og það
mótast dag frá degi i Ijósi guðs og fgrirgefningar sgndanna.
Slíka köllun er unt að vígja guðsríkinu að fullu og
öllu. Hún getur algerlega runnið saman í eitt við boðun
þess og starf að andlegri vakningu. Andrúmsloft guðsríkis
leikur uin hana. Og mátt þeirra þrýtur ekki, sem vinna
í krafti fyrirgefningar guðs. Okkur er auðið að ganga að
hverju starfi eins og fram fyrir guð til guðsþjónustu og
gleðjast við orð Jesú um það, að sá, sem sé trúr í mjög
litlu, sé einnig trúr í stóru. Öll framkoma okkar á heimili
okkar við aðra menn út í trá getur orðið lifandi boðun
um guð, að hann sé starfandi kraftur og kærleiki í manns-
hjörtunum. Engin prédikun er jafn-aflmikil og sú. Án