Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 164
Prestafélagsritið.
Guðsriki er nálægt.
159
þess stoða orðin sjálf ekkert, hvorki töluð né rituð. þau
verða einnig að brenna í sálunum. Jafnvel fagnaðarerindi
Jesú mundi bresta anda og lif til þess að vekja mennina,
ef hann byrfi þaðan sjálfur. En af því að þeir finna guð
þar sem hann er, verður það þeim ótæmandi uppspretta
máttarins frá kyni til kyns. Pað sem við þráum og þörfn-
umst, er að sjá guð í persónulegu lífi mannanna. Æðsta
náðarmeðalið, sem guð veitir, er, eins og Lúther kendi,
náðarmeðal persónuleikans. Æfi okkar getur orðið slíkur
vitnisburður um guð, og verður það, svo sannarlega sem
við eigum guð í sál. Hið bezta stendur öllum til boða,
að breiða út guðsríki. Til þess þarf enga sérstaka stöðu,
engar sérstakar gáfur né lærdóm. Enda lofaði Jesús guð
fyrir það, bversu mikið hann hefði opinberað smælingj-
unum og þeim, er fáfróðir voru. Ef til vill kann þess að
verða krafist af einhverjum, að þeir fari í bókstaflegum
skilningi að dæmi hans, er hann skildi við heiniili sitt
og fyrri störf, eða fiskimannanna við Galíleuvatnið, sem
j’firgáfu netin sín og héldu út á veginn með honum, en
langflestum mun þó ætlað að vera kyrrum í verkahringn-
um sinum auðuga og djúpa og undirbúa hann undir
komu guðs í krafti sinuin.
Þannig mun það alt unnið, sem við getum gert til þess,
að guðsriki sé veitt viðtaka. Andinn mun láta hreyfinguna
sjálfa skapa sér það form, sem bezt hentar. Þegar kraftur
guðs hefir tekið sér bústað í lifi fleiri og fleiri einstakra
manna, þá mun sú stund renna upp, er hann brýzt fram
á stórfenglegan hátt, svo að ekkert fær stöðvað hann,
myndar sér farveg um ýms svið lifsins og breiðir út gróður
hvarvetna. Það er eins og heimurinn bifist af nálægð
guðs og ósýnilegar klukkur hringi guðsríki inn. Þá fyllist
kirkjan nýju lífi og mætti til forustu og þess, að bera
hlutverk sitt fram til sigurs. Sterk löngun og von grípur
hana um að leiða hvert mannsbarn fram fyrir guð f Kristi.
Liknarstörf kalla hana og hún minnist þess betur en áður,
hversu hæfileikanum til samlifs við guð hnignar án þeirra.