Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 164

Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 164
Prestafélagsritið. Guðsriki er nálægt. 159 þess stoða orðin sjálf ekkert, hvorki töluð né rituð. þau verða einnig að brenna í sálunum. Jafnvel fagnaðarerindi Jesú mundi bresta anda og lif til þess að vekja mennina, ef hann byrfi þaðan sjálfur. En af því að þeir finna guð þar sem hann er, verður það þeim ótæmandi uppspretta máttarins frá kyni til kyns. Pað sem við þráum og þörfn- umst, er að sjá guð í persónulegu lífi mannanna. Æðsta náðarmeðalið, sem guð veitir, er, eins og Lúther kendi, náðarmeðal persónuleikans. Æfi okkar getur orðið slíkur vitnisburður um guð, og verður það, svo sannarlega sem við eigum guð í sál. Hið bezta stendur öllum til boða, að breiða út guðsríki. Til þess þarf enga sérstaka stöðu, engar sérstakar gáfur né lærdóm. Enda lofaði Jesús guð fyrir það, bversu mikið hann hefði opinberað smælingj- unum og þeim, er fáfróðir voru. Ef til vill kann þess að verða krafist af einhverjum, að þeir fari í bókstaflegum skilningi að dæmi hans, er hann skildi við heiniili sitt og fyrri störf, eða fiskimannanna við Galíleuvatnið, sem j’firgáfu netin sín og héldu út á veginn með honum, en langflestum mun þó ætlað að vera kyrrum í verkahringn- um sinum auðuga og djúpa og undirbúa hann undir komu guðs í krafti sinuin. Þannig mun það alt unnið, sem við getum gert til þess, að guðsriki sé veitt viðtaka. Andinn mun láta hreyfinguna sjálfa skapa sér það form, sem bezt hentar. Þegar kraftur guðs hefir tekið sér bústað í lifi fleiri og fleiri einstakra manna, þá mun sú stund renna upp, er hann brýzt fram á stórfenglegan hátt, svo að ekkert fær stöðvað hann, myndar sér farveg um ýms svið lifsins og breiðir út gróður hvarvetna. Það er eins og heimurinn bifist af nálægð guðs og ósýnilegar klukkur hringi guðsríki inn. Þá fyllist kirkjan nýju lífi og mætti til forustu og þess, að bera hlutverk sitt fram til sigurs. Sterk löngun og von grípur hana um að leiða hvert mannsbarn fram fyrir guð f Kristi. Liknarstörf kalla hana og hún minnist þess betur en áður, hversu hæfileikanum til samlifs við guð hnignar án þeirra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.