Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 168
Prestafélagsrilið.
Erlendar bækur.
163
annar. Bókin er ekki saga, heldur bréf. Og frá mentasetrum í
ýmsum þjóðlöndum eru flest bréfin ritin. Bréfin kenna sálfræði
og veita sálubót. Vér kynnumst hér hinni þrekmestu karl-
mannslund í fáguðum yndisleik kvenfegurðar og mentagöfgi. Og
vér sjáum hvernig staðföst trygð við hugsjónir og sannleika
teraur hugarfarið alt til líkingar Kristslundarinnar. Vilji prestar
gefa konu sinni eða dætrum fagra bók og göfgandi, er þeir
sjálfir liafi og gagn af, má benda á þessa bók. P. Br.
Oskar Andersen: »Festskrift i Anledning af Del danske Missions-
selskabs Hundrede-Aars-Jubilœum. I.« Khavn 1921. — Rit þetta er
samið í tilefni aldarafmælis danska trúboðsfélagsins, af kirkju-
söguprófessor Khafnar-háskóla, dr. Oskar Andersen, sem er sér-
fræðingur i kirkjusögu Norðurlanda, maður sprenglærður í sinni
ment og pennafær með afbrigðum. Er rit þetta aðeins fyrri partur
minningarrits þessa, og efni hans mjög fróðlegur almennur inn-
gangur og því næst ágætlega samin og fróðleg æfisaga stofnanda
trúboðsfélagsins, prestsins Bone Falch Rönne. í siöara bindinu
verður skýrt frá starfsemi trúboðsfélagsius um næstliðin 100 ár.
Æfisagan sýnir berlega bæði andlega þroskan þessa ágætismanns
og baráttu hans fyrir áhugamálum sinum, gegn kulda og mis-
skilningi stéttabræðra sinna, og dregur um leið upp mjög skýra
mynd af dönsku kirkjulífi á þessu umbrotatímaskeiði. Trúi ég
ekki öðru, en mörgum söguelskum presti hér á landi þætti garnan
aö kynnast þeim manni, sem þar er skýrt frá. Rönne slóð í nánu
sambandi við séra Jón lærða í Möðrufelli, átti bréfaskifti við
hann í mörg ár og hefir án efa haft áhrif á liann, enda var séra
Jón trúboðs-vinur mikill og eins tengdasonur hans og fóstur-
sonur séra Hálfdán prófastur á Eyri Einarsson.
»1721—1921. Tohundredaarsdagen for den grönlandske Mission.
Under Redaktion af Chr. Ludwigsv.. Khöfn 1921. — Einnig þessi bók
er minningarrit. Tilefni þess er tveggjaaldaminning grænlenzka
trúboðsins, sem Hans Poulsen Egede hóf 1721. Hefir Chr. Lud-
wigs Álaborgarbiskup staðið fyrir útgáfu þess, en hann er maður
þaulkunnugur grænlenzka trúboðinu og áhugamaður mikill um
hag þess, enda mjög til ritsins vandað. Höfundarnir, sem lagt
hafa til efni þess, eru allir menn nákunnugir Grænlandi og Græn-
landsvinir miklir. Hafa sumir starfað þar árum saman, t. a. m.
bræðurnir Knud Balle og Fredrik Balle (hinn síðarnefndi er nú
forstöðumaður skólans í Godthaab), sem báðir eru fæddir í Græn-
landi. Mínningarrit þetta er í alla staði hið fróðlegasta. Aðeins
sakna ég þess, að sjá þar hvergi getið hinnar eldri grænlenzku
kristni, þeirrar er lifði þar fram á 15. öld. Hefði mér fundist það
eiga vel við í þessu riti, að liennar væri að einliverju minst, enda