Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 174
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
169
af þeim. Viröist hann standa á hinura eldri grundvelli, og dregur
það sizt úr gildi bókarinnar, sem er mjög þess verö að sé lesin
og íhuguð.
7. G. Suenson: »Tron pá en evig várld«.. 223. bls. Stórkostlega
góö hók, sem rekur sögu mannsandaus og trúarbragðanna,
einkum meö tilliti til eilíföarvonanna og sýnir fram á þróun
þessara vona, unz þær ná hámarki sinu í kristnu trúnni. Gókin
er rituð af stórmiklum fróðleik og mikið á henni að græða. Að
rekja einstök atriði hennar er ómögulegt nema í langri ritgerð,
en menn ættu að eignast bókina, því að hún þolir það vel að
vera lesin oftar en einu sinni, og það er meira en sagt verður
um allan fjöldann af bókum. G. Sk.
PRESTAFÉLAGIÐ.
Á árinu 1920 átti stjórn Prestafélagsins með sér 5 fundi eins
og á næsta ári áður. Var framkvæmt það, sem tiltækilegt var af
því, sem vakið hafði verið máls á á aðalfundi, t. d. prentaður
codex ethicus félagsins, prestum skrifað um Prestafélagsritið o. fl.
Pá ræddi stjórn félagsins með sér þau þingmál, er snertu hag
prestastéttarinnar, i þeim tilgangi að hafa áhrif í heppilega átt á
úrslit þeirra á þinginu. Er hér vafalaust mikið verkefni fyrir
félagið framvegis.
Prestafélagið tók og þátt í andmælum gegn tilraunum þingsins
að lækka dýrtíðaruppbót starfsmanna ríkisins, og varð þvi máli
ekki framgengt i þinginu, vafalaust meðfram fyrir þessi andmæli.
Preslafundur Árnesinga og Rangæinga ritaði Prestafélaginu og
fór fram á það, að Prestafélagsstjórnin leitaðist við að koma
því í kring, að prestar þeir, sem eftirlaun eða eftirlaunarétt hafa
fái framvegis eftirlaun eftir sömu reglum og aðrir embættismenn.
Prestafélagsstjórninni þótti sigurvænlegast, ef stjórnin vildi flytja
frumvarp í þessa átt, og ritaði því biskupi um málið og hann
skrifaði stjórninni um það ítarlegt erindi. Stjórnin flutti þó ekki
málið og ákvað þá félagsstjórnin að fela formanni Prestafélagsins,
séra Magnúsi Jónssyni, sem á sæti á alþingi, að flytja frumvarp
um þetta efni. Gerði hann það, en þegar málið var komið nokkuð
áleiðis strandaði það, en þó hafðist það upp úr þessu, að 2000