Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 10

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 10
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ aði við minningarathöfn á fyrsta Sjó- mannadegi og markaði á vissan hátt þær minningarathafnir sem á eftir komu. Hans er minnst sérstaklega í anddyri Hrafnistu í Reykjavík, en þar er varðveitt málverk af honum í ræðustóli Sjómannadagsins. Eftir andlát hans tók við sem bisk- up Ásmundur Guðmundsson í jan- úar 1954, en lét af störfum 1959. Þá tók við biskupsembættinu Sigurjörn Einarsson, eða þann 29. apríl 1959 og gegndi því embætti til 1. október 1981. Þá fór sá sem þetta ritar að meta og skilja þýðingu þess að sjálfur bisk- upinn yfir íslandi sé viðstaddur og þjónandi við þessa athöfn. Ég tók við formennsku í Sjó- mannadagsráði snemma árs 1962, kynntist því Sigurbirni vel í þessu starfi og hans mikilhæfu konu Magn- eu. Sama er að segja um frænda minn Pétur Sigurgeirsson biskup sem lætur af störfum sem biskup 1. júlí n.k. Ég vona að herra Pétur ásamt konu sinni Sólveigu, geti enn einu sinni verið með okkur við minningar- athöfnina í Dómkirkjunni og setið hóf Sjómannadagsins um kvöldið og kvatt þar vini og aðdáendur. Ég vona að líf og heilsa þeirra hjóna gefi þeim farsælt líf á efri árum og þannig vil ég kveðja herra Pétur í sínu starfi fyrir mína hönd og Sjómannadagssamtak- anna. Um leið og heiðursmaðurinn Pét- ur Sigurgeirsson er kvaddur, er nýr biskup boðinn velkominn, Ólafur Skúlason dómprófastur og prestur við Bústaðakirkju, sem tekur við biskupsembætti þann 1. júlí í ár. Ólafur er fæddur 1929, ólst upp á æskuárum í Keflavík og þjónaði þar sem prestur eftir að hann kom frá prestsþjónustu í Vesturheimi. Hann starfaði sem prestur í Bústaðapresta- kalli frá 1964 og sem dómprófastur frá 1976. Séra Ólafur er nákunnugur starfi Sjómannadagsins. Hann hefur starf- að um áratuga skeið í Lionsklúbbn- um Baldri sem hefur verið stórtæk- astur góðgerðar- og styrktarfélaga við uppbyggingu og búnað Hrafnistu í Hafnarfirði. Á síðasta Sjómannadegi helgaði hann hinn nýja minnisvarða óþekkta sjómannsins við vesturhlið Fossvogs- kirkju og þjónaði í Dómkirkjunni við minningarathöfnina. Báðir þeir sem ég hefi getið, þess sem er að kveðja og þess sem er að taka við, verða ef Guð lofar til staðar þegar páfi hinnar kaþólsku kirkju kemur í heimsókn til Islands næsta Sjómannadag, fyrstur slíkra kirkju- höfðingja frá því kristni komst á. Þeir Pétur biskup Sigurgeirsson og Ólafur dómprófastur Skúlason eru hinir réttu menn til að koma fram fyrir kirkju okkar og kristna menn á íslandi, tilheyrandi liinni Lúthersku kirkju. Æðsti kirkjuhöfðingi kaþólskra manna á fulla virðingu skilið sem og fulltrúar annarra trúarbragða. En nú heimsækir páfi okkar land í fyrsta sinn á Sjómannadaginn 1989. Við heimsókn páfa til íslands á þessu vori er fyrir okkur, sem fylgd- umst með og tókum þátt í stjórn- málaumræðu og átökum í Evrópu á síðustu áratugum, sjálfsagt gott að líta til baka og nema staðar við það sem vakti sérstaka athygli í fari og framkomu páfans Jóhannesar Páls II. Hann ferðaðist meira en nokkur fyrirrennara hans, en fyrir mig gaml- an baráttumann í verkalýðshreyfing- unni voru ferðalög hans ekki hið eina, heldur miklu frekar beinn og óbeinn stuðningur hans við hina frjálsu pólsku verkalýðshreyfingu — Samstöðu — og ekki síst forystu- manninn Lech Walesa. Hver er þessi maður sem í senn er frjálslyndur og hefur komið fram og barist fyrir mannréttindum ýmissa minnihluta hópa og barist gegn ein- ræðisherrum svo sem Marcosi á Fil- ippseyjum, tekið harða afstöðu gegn kynþáttaaðskilnaði í S-Afríku, stað- ið fyrir miðlun mála á átakasvæðum, hjálp við hungraða og slasaða víðs- vegar í heiminum og harður í friðar- boðskap sínum. Sami maðurinn er harður í baráttunni gegn getnaðar- vörnum, sem hann telur synd sam- kvæmt kenningu sinnar kirkju og gildir hið sama um hjónaskilnaði, rétt presta til að kvænast o.s.frv. Þrátt fyrir þetta og eitt og annað sem mér finnst stangast á í kenning- um hans og preláta hans, þegar horft er til afstöðu hans til hinnar „frjálsu Pólsku Samstöðu“, verkalýðshreyf- ingarinnar sem Lech Walesa berst fyrir, er það máski ekki undrunar- efni, þegar uppruni og þjóðerni Jó- hannesar Páls II. páfa er skoðaður. Hann er fæddur í Póllandi 18. maí 1920 í borginni Wadovice, sonur liðs- foringja í pólska hernum. Skírnar- nafn hans var Karol Joseph Wojtyla. Hann er örugglega fyrsti Pólverj- inn sem er kjörinn páfi og trúlega sá fyrsti sem kemur frá Mið-Evrópu a.m.k. þeirra þjóða sem teljast slavneskar. Hann stundaði nám í bókmennt- um og skrifaði bókmenntaverk þ.á.m. leikrit sem á seinni árum hafa verið dregin fram í dagsljósið. En þegar Þjóðverjar og Rússar hernámu Pólland hóf hann nám í guðfræði, samfara því að hann starfaði í neðan- jarðarhreyfingunni. Jóhannes Páll II. er hámenntaður maður og hefur þegar skrifað fjölda rita um hina ka- þólsku trú, heimspeki hennar, sið- fræði og guðfræði. Fyrir okkur sjómenn, er það heið- ur að taka á móti Jóhannesi Páli páfa á Sjómannadaginn. Minningarathöfn þeirra sem látist liafa á liðnu ári og blessun þeirra sem lifa, er örugglega tekin úr siðum ka- þólskra sem sjó stunda. En kirkja okkar íslendinga og við sem teljum okkur kristna menn, tök- um að sjálfsögðu á móti þessum kirkjuhöfðingja 850 milljóna ka- þólskra manna og þjóðhöfðingja Vatikansins í Róm á verðugan hátt. Megi heimsókn hans tengja enn betur bræðrabönd kristinna manna í þessum heimi. Pétur Sigurðsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.