Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 14
12
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ljóð eftir sr. Sigurð Helga Guð-
mundsson.
Að dagskrá lokinni var hátíðar-
gestum boðnar léttar veitingar í and-
dyri Laugarásbíós.
Þar gátu menn einnig skoðað
heimildarmynd á videobandi sem
gerð hefur verið um sögu Sjómanna-
dagsins í fimmtíu ár.
Kvikmyndamaðurinn Gísli Gests-
son hjá Víðsjá sá um gerð myndar-
innar.
Laugardaginn 4. júní 1988 heim-
sóttu fulltrúar Sjómannadagsráðs
höfuðstöðvar Slysavarnarfélags Is-
lands á Grandagarði í tilefni af 60 ára
afmæli Slysavarnarfélagsins og 50
ára afmæli Sjómannadagsins og þágu
kaffiveitingar, en mjög gott samstarf
tókst á milli Sjómannadagsins og
S.V.F.Í. um alla framkvæmd útihá-
tíðarhaldanna í Reykjavík.
Keppt var á seglskútum frá Foss-
vogi til Reykjavíkur. Þá fór fram for-
keppni í kappróðri í Reykjavíkur-
höfn og björgunarsveitir Slysavarna-
félags íslands sýndu mörg og
fjölbreytt atriði með hinum margvís-
lega útbúnaði Slysavarnasveitanna,
ásamt þyrlu Landhelgisgælunnar.
Sunnudaginn 5. júní 1988 var nýr
minnisvarði um óþekkta sjómanninn
vígður í Fossvogskirkjugarði. Sr.
Ólafur Skúlason, vígslubiskup, vígði
minnisvarðann. Kór Guðna Þ. Guð-
mundssonar söng þakkargjörð við
ljóð sr. Sigurðar Helga Guðmunds-
sonar.
Fulltrúar frá Landhelgisgæslu Is-
lands stóðu heiðursvörð ásamt yfir-
mönnum af danska strandgæsluskip-
inu Hvidebjörn. Fyrsti blómsveigur
sem lagður var að minnisvarðanum
var frá Slysavarnarfélagi íslands,
einnig lögðu skipverjar frá seglskút-
unum sem hér voru blómsveig að
minnisvarðanum svo og frá danska
skipinu Hvidebjörn.
Minningarguðþjónusta fór fram í
Dómkirkjunni kl. 11:00 þar sem sr.
Hjalti Guðmundsson þjónaði fyrir
altari en sr. Ólafur Skúlason, vígslu-
biskup predikaði og minntist drukn-
aðra sjómanna, sem voru 11 að þessu
sinni.
Eftir hádegi hófst skemmtun á
Reykjavíkurhöfn. Skemmtisigling
um sundin við Reykjavík með Hval-
bátum og notfærðu sér það fjöldi
fólks.
Kl. 14:00 var samkoman sett og
kynnir dagsins var Hannes Þ. Haf-
stein, framkvæmdastjóri S.V.F.I.,
en Slysavarnarfélagið sá um að
leggja Slysavarnarskólaskipinu
Sæbjörgu við Miðbakkann í Reykja-
vík og var skemmtiatriðum lýst og
stjórnað þaðan. Það voru einnig
fluttar ræður og heiðranir.
Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðherra flutti ávarp í fjarveru
sjávarútvegsráðherra. Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Granda hf.,
flutti ávarp fyrir hönd útvegsmanna.
Pétur Sigurðsson, formaður Sjó-
mannadagsráðs flutti ræðu fyrir
hönd sjómanna. Garðar Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri Sjómanna-
dagsins, heiðraði aldraða sjómenn
með heiðursmerki Sjómannadags-
ins, en þeir voru fjórtán að þessu
sinni. Arinjörn Sigurðsson, skip-
stjóri, félagi í Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Ægi, Bjarni Helga-
son, sjómaður, félagi í Sjómannafé-
lagi Hafnarfjarðar, Brynjólfur
Brynjólfsson, vélstjóri, félagi í Vél-
stjórafélagi Islands, Gunnar Eiríks-
son, sjómaður, félagi í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur, Gunnar Valgeirs-
son, stýrimaður, félagi í Skipstjóra
og stýrimannafélaginu Kára.
Þá voru þrír menn heiðraðir með
gullmerki Sjómannadagsins, en það
er æðsta viðurkenning sem Sjó-
mannadagur getur veitt mönnum.
Á Sjómannadaginn
Sendum öllum íslenskum sjómönnum
árnaöaróskir á hátíðisdegi þeirra.
Trésmiðafélag
Reykjavíkur
Sendum sjómönnum um land allt bestu kveðjur.
Starfrækjum: Frystihús, saltfiskverkun, síldarverkun og fiskimjölsverksmiðju.
Vinsamlegast leitið upplýsinga.
BÚLANDSTINDUR H.F.
Djúpavogi Sími 97-88880