Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 37

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 37
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35 Þá langaði heim tii kvenna sinna. Þessar bíða eftir eiginmönnum sínum og sonum, og svo eru hinar að bíða eftir elskhugunum. Þær eru heima að sauma í koddaver og blúnda sængurverið. þessara viðskipta. í fjörðunum bjuggu heimamenn sig undir komu Frakkanna og vissu hvers þeir væntu. Það voru prjónaðir fyrir þá vettlingar að íslenzkum sið með tveim þuml- um, „ votalí“, og eitthvað var tekið frá af ferskri matvöru. Menn gerðu sér dagamun þegar þeir komu sigl- andi saman á mörgum skútum, sam- kvæmt áætlun, inn á fjörðinn. Margir Frakkar sem hér komu ár eftir ár, lærðu einnig að gera sig skiljanlega á íslenzku. Á Norðfirði hafði ég til að mynda spurnir af frönskum skútu- skipstjóra, sem hafði komið svo oft að hann kunni talsvert fyrir sér í ís- lenzku. Hann geymdi í farangri sín- um góðgæti til að halda vinum sínum veizlu um borð, þegar skúta hans lagðist við akkeri á firðinum. íslend- ingar hafa aldrei átt annað en frönsk orð yfir þær lystisemdir: súkkulaði og koníak. Sama sagan er borin Islendingum í Bretagne, þar sem þeim er jafnan sungið mikið lof fyrir drenskap og samstöðu hvenær sem á bjátaði. Nokkuð liafa þeir verið taldir fá- skiptnir í framkomu, enda er það í eðli íslendinga að verða feimnir þegar þeir ráða ekki við að tala mál þess sem að utan kemur. Gömlu frönsku sjómennirnir minnast þess allir, að hér hafi verið fallegar stúlk- ur, hreint augnayndi, siðsamar og hógværar eins og vera ber. Þessi bók sem hér hefur verið þýdd af frönsku á íslenzku, er, auk þess að vera merk ævisaga einstaklings, drjúgt heimildarit um siglingar Frakka á íslandsmið og samskipti þeirra við íslendinga á síðasta skeiði 500 ára siglingasögu. Hún staðfestir ýmislegt um mannlega reynslu, sem lesa má á milli lína í þurrum skýrslum frá skipstjórum á eftirlitsskipunum sem fylgdu franska skútuflotanum og dreifibréfum til flotans frá franska sjávarútvegsráðuneytinu. Hér er brugðið upp sannri mynd af því hvernig lífið var um borð langa mán- uði með endalaust hafið við sjón- deildarhring, hvernig menn voru keyrðir áfram við vinnu og veikum og slösuðum allar bjargir bannaðar um læknishjálp, eða létti frá þjáning- um, þar sem hagur útgerðarinnar var stærri og meiri en hagur einstaklings- ins. Hún segir frá strandi franskrar skútu á söndunum suður af jöklum og viðbrögðum skipverja og heima- manna. Allir sem eitthvað þekkja til í Skaftafellssýslum hafa heyrt lýsingar á tíðum ströndum, og til skamms tíma hefur þar verið ýmislegt til á bæjum, sem komið er úr frönskum strandskútum. Þá er í þessari bók rifjað upp hvernig veiðar fóru fram á frönsku skútunum. Það kemur okk- ur nútímafólki nokkuð undarlega fyrir sjónir að mönnum skyldi greitt eftir höfðatölu þorsksins, sem þeir veiddu, en þann háttinn höfðu Frakkar á vel fram á þessa öld. Löngu eftir að þjóðir voru farnar að moka upp afla á togurunum, stóðu Frakkar enn við færið á skútunum, og stakk hver háseti á sig gellunni til sannindamerkis um hve marga þorska hann hefði veitt með eigin hendi. Á frönsku er gellan nefnd „la langue“ eða tunga fisksins og hefur því sérhver íslenskur þorskur „talað“ sínu máli uppá frönsku. Allur aflinn var einnig nákvæmlega talinn upp úr skipinu og jafnan tíundað í skýrslum hve marga þorska tiltekin skúta hefði veitt en sjaldnast getið um þunga. Fyrir þessa venju lærðu margir ís- lendingar að telja reiprennandi á frönsku, með einkennilega söngl- andi seim þó, en Frakkarnir töldu hvern einasta fisk þegar honum var umskipað yfir í flutningaskipin, sem sóttu hann í skúturnar inn á firði. Við talninguna söngluðu þeir tölurnar í kór, þar sem þeir voru að handlanga, og hljómaði oft um víðan fjörð í kyrr- um veðrum. Fyrir innfæddan íslending er það nokkur reynsla að heimsækja þær slóðir í Bretagne, sem Yves le Roux lýsir í þessari bók. í gömlu höfuð- stöðvum íslandssiglinganna, Pa- impol, ber nafn íslands víða fyrir augu. Bretónar, sem þá sigldu til ís- landsstranda voru nefndir íslending-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.