Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 43

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 43
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41 John Cabot úr könnunarleiðangri sínum um Labrador og Kanada, og hafði þær fregnir að færa, að á mið- um fyrir ströndum þessara landa væri mikil fiskgengd. Svo segir í samtíma- skýrslu til hertogans af Mílanó: sjórinn er fullur af fiski. Hann veiðist ekki aðeins í net, heldur er nóg að sökkva niður körfu. Þegar karfan kemur upp á ný, er hún full af fiski. Þeir ensku segja þessi nýju mið jafn- vel geta orðið til þess að óþarfi verði að sækja á íslandsmið ... (Sigmar Þormar, Sjóm.dagsblað 1987). Þeir „ensku“ hafa verið leiðang- ursmenn John Cabot, en af hverju þeir „ensku“ hafa dregið þá ályktun að Islandsveiðar gætu orðið þeim óþarfar er vandséð, því þótt fisk- gengd reyndist meiri á Nýfundna- landsmiðum, var miklu styttra að sækja á Islandsmið en Nýfundna- lands, og sókn Englendinga á „ensku öldinni" á íslandsmið ásamt vetrar- setu, var þeim sérlega arðbær. Englendingar urðu næstir Böskum til að hefja sókn á Nýfundnalands- mið og í kjölfar þeirra Frakkar og Portúgalir. Varðandi þessa almennu sögn um upphaf enskrar sóknar á Nýfundna- landsmið, ber að geta þeirrar tilgátu Björns Þorsteinssonar í bók hans „Enska öldin“, að Englendingar hafi fundið Nýfundnalandsmið í beinu framhaldi af upphafi sóknar þeirra á íslandsmið í byrjun 15. aldar, sem almennt hefur verið ársett 1412, en gæti hafa hafist nokkrum árum fyrr. Það urðu Englendingar og Frakk- ar, sem bitust mest um sóknina á Nýfundnalandsmiðunum, en þangað var auk þessara þjóða mikið sótt af Portúgölum, Spánverjum og Hol- lendingum. Frakkar náðu yfirtökunum í sókn- inni, en það urðu svo Englendingar sem helguðu sér Nýfundnaland og lögðu það undir ensku krúnuna, og gerðu Frökkum harðleikið um veið- arnar á 18. öldinni. Þó munu Frakkar hafa haldið aðstöðu sinni til fiskverk- unar í landi allt fram um 1900. Þess- um yfirtökum Frakka í Nýfundna- landssókninni á 16. og 17. öld og allt framundir lok 18. aldar hefur eflaust ráðið miklu um að það varð meiri myndarskapur á sókn Frakkanna en Englendinganna, en það verður um þá miklu fiskveiðiþjóð að segja, og hina duglegu ensku sjómenn, að þeir hafa á flestum tímum sótt á litlum og lélegum skipum miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Það varð svo í Is- landssókninni, að þegar Þjóðverjar fóru að sækja hingað jafnhliða Eng- lendingum upp úr 1430, náðu þeir hér yfirtökunum á 16. öldinni vegna betri skipakosts en Englendingar höfðu. Frönsku skúturnar við Ný- fundnaland voru einnig meiri skip en ensku duggurnar. Frakkar stunduðu lóðaveiðar á Nýfundnalandsmiðunum á 16. og 17. öld og sóttu á 100 tonna skútum með 15-20 manna áhöfn, en þegar kom fram á 18. öld voru þeir almennt með 200-300 tonna skip í sókninni og hafði hvert þá 15-20 doríur til veið- anna. Á þessum öldum voru Frakkar með 400-800 skip á Nýfundnalands- miðum og á þeim 16-32 þúsund manns, en Englendingar þá ekki með nema fimm þúsund manns á sama tíma (Jón Jónsson: Fiskar og fiskveiðar). Nýfundnalandsveiðar Frakka voru um langa tíð tvöfalt til þrefalt meiri í afla og skipakosti en Islandsveiðar þeirra, sem hér þóttu ærnar um skeið. Hinsvegar var ís- landsfiskurinn þriðjungi verðmeiri en Nýfundnalandsfiskurinn (V.Þ.G. Sjóm.saga). Ætla má að það hafi verið Bretón- ar sem fyrstir Frakka hófu hvalveiðar við ísland, og hafi lært til þeirra veiða af nágrönnum sínum, Böskum, sem hófu hvalveiðar sínar fyrst í Biskay- flóa. Baskar hófu fyrstir útlendra þjóða hvalveiðar við Island, en ekki er vitað hvenær þeir voru þar fyrst á ferð. í lok 16. aldar eða í byrjun þeirrar 17. voru þeir þó orðnir allfjöl- mennir við Island og höfðu land- stöðvar á Ströndum. Frakkar sóttu í kjölfar Baskanna á íslandsmið og til hvalveiða. Er talið að þeir hafi kom- ið hingað til þeirra veiða snemma á 17. öld, eða ekki löngu seinna en Baskar. Frakkar stunduðu hvalveið- ar hér við land fram á 18. öld. Þeirra varð vart hér við hvalveiðar fram um 1720 (Ferðabók Eggerts og Bjarna). Forseti íslands, telur sem fyrr segir að Frakkar hafi leitað fyrir sér í þorskveiðum við Island á 16. öld eða í þann mund að þeir hófu sókn á Ný- fundnalandsmið í byrjun þeirrar ald- ar og þá trúlega einnig þegar þeir hófu hér hvalveiðar á 17. öldinni. En hér var þröng fyrir til þorsksóknar. Því er lýst hér fyrr að Englending- ar voru hérlendis með fjölmenna vetrarsetu, og mestu ráðandi lengst af 15. öldinni. Voru Þjóðverjar þá einnig öflugir, og á 16. öldinni voru þessar þjóðir áfram allsráðandi á ís- landsmiðunum, nema forystuhlut- verkið hafði þá snúist við og Þjóð- verjar orðnir öflugri en Englending- ar. Það hefur ekki verið neinn friður fyrir Frakka að stunda þorskveiðar á Islandsmiðum á 17. öldinni. Eng- lendingar hafa gert þeim ófriðar- samt, þessar þjóðir lágu tíðum í styrj- öld, og er sögn um það (Jóns saga Indíafara), að Englendingar hafi árið 1627 tekið upp tvö frönsk skip, sem leitað höfðu á íslandsmið. Þá voru og Hollendingar fyrirferðarmiklir á þeirri öld á Islandsmiðum, og einnig þeir stugguðu við Frökkum. í Alþing- isbókum Islands frá 1691 má finna frá- sögn af því, er franskir sjómenn frá Dunkerque fóru sumarið áður með skothríð inn á Norðfjörð, en þar segir á þessa leið (hér tekið úr ritgerð Kjart- ans Ólafssonar. Sjá síðar.): „Um þann mann Sigurð Magnús- son, sem með svörnum eiði bevísan- lega fram ber, að útlendir sjóreifarar (Dunkarkarar kallaðir) hefðu í fyrra sumar frá sér sauð tekið, þá þeir með ofsa og ógnarlegri skothríð inn á Norðfjörð komu, en aftur á land sett eitt snjáráttung og látið norskan mann segja sér hann fyrir sauðinn að hafa, hvern kút Sigurður segist af sinni einfeldni hafa að sér tekið og brúkað, meinandi ei mundi ófrí- höndlun álítast, þar frá honum var tekið en hinu aftur skilað. Þetta dæmi sýnir, að svona löngu fyrir bréfagerðir Demas flotaforingja til Alþingis sumarið 1855, hafa Kark- arar (svo voru sjómenn frá Dunk- erque oft kallaðir hér, innskot höf.) kunnað að koma sér í viðskipti við Islendinga og fá sér sauð fyrir kút! I Svarfaðardalsannál er sagt frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.