Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 44

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 44
42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ bardaga Frakka og Hollendinga norður á Siglufirði árið 1675 og tekið fram, að í Fljótum hafi menn orðið óttaslegnir mjög af skothríðinni, sem þessum bardaga fylgdi. í sama annál er einnig frá því sagt, að árið 1695 hafi franskir hvalveiðimenn elt hol- lenska duggu inn fyrir Reykjanes. Var þá ís mikill um allan Faxaflóa og festu Frakkarnir skip sitt í ísnum. Gengu þeir síðan 50 saman allt vest- ur í Tálknafjörð, en þar lá skip eitt, sem þeir hugðu vera franskt hval- veiðiskip. Er þeir komu þar um borð eftir langa og stranga göngu, reyndist skipið hins vegar vera hollenskt og komst enginn hinna göngumóðu Fransmanna lífs af úr þeirri viður- eign við Hollendinga, sem nú hófst á Tálknafirði.“ Á fyrri hluta 18. aldar bönnuðu Danir Frökkum veiðar við ísland, en í lok sjö ára stríðsins, Evrópustyrj- aldar sem stóð frá 1756-63, náðu Frakkar samningum við Dani um leyfi til veiða við Island og upp úr því hófst hin mikla sókn franskra á Is- landsmið, sem helst óslitið fram á fjórða tug 20. aldar, þótt úr sókninni dragi stöku sinnum vegna styrjalda eða lélegra markaða. Eins og sést af framansögðu bregður Frökkum fyrir á 17. öldinni, allt frá 1627 í okkar sögnum, en jafn- an sem hvalveiðimönnum, en það haggar ekki frönskum heimildum um sókn þeirra á 16du öldinni til þorsk- veiði. Trúlegt þykir þó að hin mikla sókn þeirra á Nýfundnalandsmiðum hafi valdið því að einhverju leyti, að þeir börðust ekki hart til þeirrar sóknar á íslandsmið. Þeim var á Ný- fundnalandsmiðum ærinn vandinn að halda sínu fyrir Englendingum og hafa lagt aðaláhersluna á þá baráttu. Elín Pálmadóttir hefur kynnt sér sérstaklega sókn Dunkirkara og rit- aði um efnið þrjár greinar í Mbl. 1983. Eru hér sóttar heimildir í þær greinar um Dunkirkara. Elín segir þá hafa komið hingað til íslands til þorskveiða á 12 skipum árið 1696. Árið 1766 gera Dunkirkarar út á ís- landsmið 45 skútur, 100 tonna eða svo, og 29 „korvettur“, sem voru minni skip en skútur. Á 19. öldinni sóttu Frakkar hingað á skútum (kútt- erum?) og skonnortum. Hvert skip var með 8-12 manna áhöfn, en alls voru þá sagðir á íslandsmiðum 867 manns í þessum flota. Dunkirkarar gera svo út árlega 60-70 skútur á Is- landsmið allt til 1792, að þá þurftu Frakkarnir enn að bregðá sér í stríð við Englendinga og sóknin á Is- landsmið liggur niðri í nokkur ár. í byrjun 19. aldar hófst sóknin á ný og á árunum 1815-22 eru Dunkirkarar hér með tugi skipa, en voru þá ekki lengur einir í sókninni. Ur þorpinu Gravelines, skammt suður af Dunkirk, hófust íslands- veiðar í lok 18. aldar (1798) og varð mikil er fram í sótti. Framan af 19. öld eru Frakkar hér með 60-100 skip, en um miðja öldina fjölgar útgerðar- plássum sem tóku að gera út á Is- landsmið og voru það þorp og bæir á Normandíströndinni, Dieppe, Fécamp, St. Malo og St. Brecue, og síðan útgerðarpláss á Bretagne- skaga, Treques og Paimpoli og við Biscayiflóann, Boulogne og Bor- deaux og máski fleiri. Sóknin á Is- landsmið virðist hafa verið stunduð allt frá Calais til landamæra Spánar. Það ýtti mjög undir fiskveiðisókn Frakka á 17. öld og fram á 19. öld, að frönsk stjórnvöld töldu hinar erfiðu fiskveiðar í norðurhöfum skaffa franska herskipaflotanum hrausta og vana sjómenn. Konungur styrkti því fiskveiðisóknina með aflaverðlaun- um og beinum styrkjum. Þótt svo hafi verið um hríð að þorskveiðar Frakka væru kenndar við franska Flandrara, þá breyttist það þegar veiðar Frakka jukust, og menn úr útgerðarbæjunum við áðurnefnda strandlengju sunnar hófu íslandsveiðar. Hérlendis hættu menn þá að gera greinarmun í dag- legu tali og eins í riti á þessum frönsku fiskimönnum eftir héruðum, enda mannskapur þá farinn að blandast á skipunum hverju um sig. Sú hefur því orðið venjan að kenna veiðarnar almennt til frönsku þjóð- arinnar. Menn sögðu skúturnar franskar og kölluðu þá fransmenn sem mönnuðu þær. Mál þessara sjó- manna allra var franska fyrir al- menningi, hvort heldur hefur verið bretónska eða flandrarafranska. Þó bendir það til þess að almenn- ingur hafi gert skil á málinu, að talað var um Haukadalsfrönsku og Fá- skrúðsfjarðarfrönsku, og sú verið flandrarafranska Dunkirkara, en Haukadalsfranskan bretónska Pam- pólanna. Bretónarnir sigldu til Is- lands vestur fyrir England og komu upp að landi vestar en Flandrararnir, sem sigldu um Ermarsund og Norð- ursjó og komu upp að suð-austur- landi og sunnanverðum Austfjörð- um og héldu sig mikið á þeim slóð- um. Bretónarnir veiddu hins vegar meira fyrir Vesturlandi. Þetta er aðeins hugdetta, sem ekki styðst við snefil af málþekkingu. Hvað sem því líður, að þetta hafi verið svo í megindráttum í upphafi um skiptingu á veiðisvæðum, þá varð þetta sitt á hvað, þegar fram í sótti og Frakkar höfðu umkringt Island á fiskveiðiflota sínum. Smám saman myndaðist hrognamál sem dugði til fábreyttra viðskipta, og kölluð var í sumum stöðum golfranska. Var hún kennd við annarlegt kokhljóð, ef ekki þá höfuðskepnuna golþorskinn, því hann þykir þorska ógáfulegastur. Þegar hann kemur úr sjó, gapir hann feykilega og tálknin missa loft og við það týnir hann sínum virðulega þorsksvip. „Allabaddarí, biskví, fransí“ var sennilega nokkuð jafngóð flandrara- franska eins og bretónska. Menn urðu fremur varir við héraðaskipt- inguna af mismunandi skipagerðum en málfari. Þeir, sem urðu stærstir í sókninni á síðari hluta 19. aldar voru Bretónarn- ir á Bretagneskaganum, en þeirra fremstir Pompólar, sem hófu ís- landsveiðar um miðja 19. öldina (1852). Sóttu þeir á stærri skipum en Flandrarar. Skip Pompólanna voru allt að 200 tonna skonnortur með 26 manna áhöfn og Pompólum farnaðist betur en Dunkirkurum. Skipsskaðar þeirra voru minni og afli meiri, enda tvöfalt fleiri menn í áhöfn. Sókn Frakkanna var nú nokkuð jöfn, hátt á annað hundrað skip, fram að styrjöldinni við Þjóðverja 1870, að sóknin dróst saman. Hún jókst svo fljótlega aftur eftir styrjöld-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.