Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 46

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 46
44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Svo sem að ofan segir, hefur fjöldi Frakka hér við land ráðist af því, hvernig sókn Frakkanna skiptist á Is- lands- og Nýfundnalandsmið þetta árið eða hitt, og því gæti hafa ráðið misjöfn aflabrögð á þessum miðum. Oft komu nokkur aflaár í röð, meðan náttúran ein réði aflabrögðum, en síðan aftur álíka mörg aflaleysisár. Þegar skip komu með hlaðfiski af öðrum miðunum en létthlaðin af hin- um, hefur sóknin næsta ár beinst meira á þau fyrri. Svo hefur það gengið til, þegar öll útgerðarplássin gerðu út á bæði miðin. Um það er dæmi: Um 1905 gerðu Frakkar ekki út nema 174 skip á íslandsmið, með 3585 mönnum. Og 1906 voru skipin ekki nema 162, en á sama ári fjölgar þeim um 23 skip í sókninni á Ný- fundnalandsmiðin, eða þar úr 209 skipum í 232 skip. Þá má og vel hugsa sér það, að hin stærri skip Frakkanna hafi haft þann háttinn á að vera við ísland á mesta aflatímanum þar, og þá vetrarvertíð- ina, en flutt sig með vorinu á Ný- fundnalandsmið. Og það kann að vera að þessu hafi ekki aðeins ráðið hinn mikli vertíðarafli á Selvogs- banka og á öðrum vetrarvertíðar- miðum við Island, heldur var sókn á Nýfundnalandsmið snemma vetrar enn háskalegri en á íslandsmið, vegna hinnar miklu ísingarhættu, sem fylgt gat óveðrum á Nýfundna- landsmiðum. Þá hættu voru skipin laus við á Selvogsbanka fyrir suð- austur- og suðvesturlandi, þar sem frönsku skipin héldu sig mest framan af vertíð. Þótt íslandsmið byggju mörgum Frakkanum vota gröf, þá gátu Ný- fundnalandsmið reynst ekki síður skæð ef þar var verið of snemma á ferð. Enn er svo að nefna, að frönsku skúturnar stunduðu veiðar við Hjaltlandseyjar og Færeyjar og gátu leitað fyrir sér á þeim miðum, ef þeim þótti tregt sumarfiskerí við Is- land.Það hafa sem sagt verið ára- skipti að því, hversu mörg frönsk skip voru hér að veiðum, og jafnvel mánaðaskipti. Þá getur verðlag einn- ig hafa ráðið nokkru um hvernig sókninni var hagað milli ára. íslandsfiskur var í miklu hærra verði en Nýfundnalandsfiskurinn, sem áður segir, en verðmismunur þó trúlega misjafn eftir árum. Hefur verðmunurinn þá ráðið eins og afla- brögðin hvert sókn beindist. Af þessu öllu má ætla að nokkurt reik hafi verið á sókn Frakka á hin ýmsu mið sem þeir stunduðu. í Sjómannasögu sinni birtir V.Þ.Gíslason nokkrar franskar afla- tölur, og segir Frakkana hafa veitt hér á árunum 1896 til aldamóta 10 til 12 milljónir kílóa til jafnaðar á ári, eða með öðrum orðum 10 til 12 þús- und tonn. Þessi fiskþungi miðaður við saltfisk upp úr skipi svarar þá til 25-30 þúsund tonna upp úr sjó, eins og afli er nú reiknaður. Allar fisk- þungatölur verða hér færðar með gömlu og góðu þumalputtaaðferð- inni frá skippundatímanum: Skip- pund, 160 kg jafnt og 240 kg af 4-5 vikna stöðnum saltfiski, jafnt og 600 kg upp úr sjó. Skútufiskinum, 240 kg í skippundi er hér breytt með tölunni 2,5 í fiskpund upp úr sjó (sjá hér á eftir um þá breytingu almennt). Að aflamagni urðu veiðar Frakka nátt- úrlega aldrei stórfelldar á nútíma- vísu. Þá segir Vilhjálmur einnig: „Frakkar gerðu einnig mikið út til Nýfundnalands á þessum árum, og öfluðu þar venjulega miklu meira, tvisvar og þrisvar sinnum meira. En Nýfundnalandsveiðin var þeim til- tölulega miklu verðminni en Is- landsaflinn. Árið 1986 telja t.d. franskar hagskýrslur, að tæplega 12 milljón kíló af íslandsfiski sé um 5ió milljón franka virði. En rúmlega helmingi meiri (tvöfalt meiri, trú- lega. Á.J.) Nýfundnalandsfiskur er metinn á rúmlega 6ió milljón franka. Eftir aldamótin er aflinn enn svipað- ur, fram um 1905, eða 8 til 1014 mill- jón kíló á ári (8 til 1014 þús. tonn).“ Vilhjálmur segir Frakka hafa verið slynga aflamenn og nefnir sem dæmi, að þeir hafi aflað betur en Islending- ar 1871. Þarna er ólíku saman að jafna, þar sem skútufloti íslendinga er þá einungis smáskip, mest 30 tonn en flest 12-20 tonn, og þau gerð út að hluta á hákarl. Um samanburð gat því ekki orðið að ræða fyrr en á kútt- eraöld hérlendis, sem hófst 1897. En einnig á henni sóttu Islendingar alltaf á minni skipum en Frakkarnir. Við áttum ekki stærri skip í sókninni en 100 tonna kúttera, en flestir voru þeir 50-70 tonn. Frakkarnir voru aftur á móti á 100 til 200 tonna skipum, svo sem fram er komið. Á kútteraöldinni sýnist afli íslendinganna nokkru meiri á mann en Frakkanna. Dæmi um aflabrögð Frakka má sækja í línurit, sem Poul Adams, þá framkvæmdastjóri fiskveiðideildar Efnahagssamvinnustofnunar Evr- ópu, gerði um veiðar Dunkirkara á árunum 1830-1910. Á sjötta áratugnum var farið að vinna að því að breyta öllum fisk- þungatölum í skýrslum í fiskþunga upp úr sjó með nákvæmum umreikn- ingsstuðlum. Islendingar áttu mikinn hlut að þeirri nauðsynlegu breyt- ingu, svo sem Már Elíasson, þá fiski- málastjóri og formaður nefndar sem að breytingunni vann. Adams er því í línuriti sínu, sem Elín Pálmadóttir birtir í 1. grein sinni um veiðar Dun- kirkara í Morgunblaðinu 1983, með allan saltfiskþunga breyttan í fisk- þunga upp úr sjó. Samkvæmt línuritinu þannig reiknuðu var afli Dunkirkara 30-35 tonn á mann í heildarsókninni á ár- unum 1830-60, 16-25 tonn á árunum 1860-90, en 13,5-21 tonn á árunum 1890-1910 (13,5 virðist eiga að vera 15,5 - sé mannfjölda deilt í heildar- fiskþunga í línuritinu. Líklega er þetta þá prentvilla). Hinn minnkandi afla Dunkirkara eftir 1860 og síðan enn minnkandi eftir 1890 má skýra með ýmsu móti. Þá skýringu mætti ímynda sér, að Dunkirkarar hafi hlutfallslega stund- að Nýfundnalandsmiðin meira en ís- landsmið á árunum 1830-60, en á Nýfundnalandsmiðum stunduðu Frakkar að sögn lóðaveiðar og hafa á þeim veiðum verið með meiri afla á mann, en á handfæraveiðunum á ís- landsmiðum. Þá getur vinna hafa aukist í landi eftir 1860, og erfiðara að fá öfluga menn til fiskveiðanna norður í höfum. Þá gerist það jafn- framt, að fjöldi útgerðarbæja á ströndinni bætast í sóknina, og manna þarf miklu fleiri skip en áður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.