Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 50

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 50
48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ til sem kappsamastir voru. Skipstjór- inn hefur sjálfsagt yfirleitt ekki stað- ið neinar frívaktir, nema þá í asa- fiski. Hann skakaði líka aftast á skip- inu, en það þótti vondur staður, því oftast nær höluðu skipin eitthvað fram ef kul var og vænlegra þótti að vera fremstur á síðunni. Þó kusu flestir heldur að vera miðskips, þar sem skipið var farið að rísa dálítið við fremsta plássið, og þá óhægara að kippa fiskinum inn fyrir og hættara við að missa hann. Kokkurinn var oft í þessu plássi. í áður bókuðum reikningi í sögu Vilhjálms Þ. Gíslasonar er skipstjór- inn sagður hafa 60 kr. á mánuði um úthaldstímann og tvær krónur í pre- míu á hvert fiskað skippund. Er þá átt við allan afla skipsins, en auk þess hafði skipstjórinn 5 aura premíu á hvern fisk, er hann sjálfur dró (eða hálfdrætti hjá öðrum útgerðarmönn- um). Afli gat orðið meiri en hann varð hjá Georg árið 1902, þótt hann væri þá í röð hæstu skipa. Kútterinn Berg- þór, sömu stærðar og Georg, var það ár með 160 þúsund fiska yfir úthald- ið. Metaflinn á kútteratímanum hef- ur trúlega verið afli Péturs Mikkels á kútterinn Bjarna Ólafsson, en hann var 100 þús. fiskar eina vetrarvertíð- ina, frá miðjum febrúar fram í miðj- an maí. Menn hafa misreiknað þenn- an mikla afla sem 100 þús. tonn, og þá 90-100 fiska í tonnið, en það er rangur reikningur. Af Vestmanna- eyjafiski, sem var jafnstærsti fiskur- inn, voru taldir 100 málfiskar í skip- pund, 600 kg upp úr sjó, en 110 af öðrum vertíðarfiski sunnanlands. Samanber einnig að Hjalti segir minnst 120 fiska í skippundi í afla kútters, og er þá að tala um „banka- fiskinn“, en Bjarni Ólafsson hafði verið á Selvogsbanka. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir meiri jafnaðar- þunga fisks í 100 þús. fiskafjölda en 6 kg úr sjó, og aflinn þá 600 tonn og er hann ærinn þannig reiknaður. í línuriti Poul Adams yfir verðlag á fiski upp úr sjó, er fiskverðið 45-62 frankar tonnið á árunum 1830-60, en hækkar á sjöunda áratugnum og er 90 frankar styrjaldarárið 1870. Það heldur síðan áfram að þokast upp og er orðið 110 frankar tonnið 1910, eða sem svarar 79 kr. ísl. (gengi frankans var samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans 0,72 aurar í Norðurlanda- mynt, sænskum og dönskum krónum og þá einnig íslenskum. Sjá einnig „A íslandsmiðum, P. Loti, bls. 22). Vilhjálmur Þ. Gíslason getur í Sjó- mannasögu sinni verðlags á tunnu- söltuðum fiski Dunkirkara, en þeir söltuðu í tunnur en Pompólar í stíur. Vilhjálmur getur ekki ársins sem hann miðar við, en hann er greini- lega með fiskverð fyrst eftir styrjöld- ina 1914-18. Hann segir verð á 134 kg saltfisktunnu vera 110 franka. Ef þessum 134 kg er breytt í fiskþunga upp úr sjó (með hlutföllunum m/im) og þá til sama þunga og Poul Adams miðar sitt verð við, þá er verðlag í Vilhjálmssögu 0,32 frankar pr kg, eða 320 frankar tonnið, og verð- hækkunin frá 1910 nær þreföld. Það er svipuð sveifla og verðlag var á fiski hérlendis, en 1908 var skippund af þorski kr. 58,- en 1920 kr. 181,-. Vilhjálmur nefnir einnig nokkrar kauptölur um aldamótin: Kaup há- seta allt úthaldið er 800-1200 frankar eða 560-840 ísl. kr. á gengi 0,72 kr., en skipstjórans 1200-1800 frankar. Þar sem þetta eru brúttótölur, er ekki hægt að bera þær nákvæmlega saman við tekjutölur manna á skút- um hér, enda engar til nema í ein- stökum dæmum. Þau sem til eru sýna þó, að þetta er líklega mjög ámóta og almennt gerðist hérlendis, bæði upp- hæðir og tekjumunur. íslensku færa- mennirnir áttu helmingshlut í afla sínum, og tekjumunur gat orðið mik- ill á skútumönnum, eins og aflatölur hæsta og lægsta manns sýna hér fyrr. Það virðist svo af annarri heimild (Yves frændi, íslandssjómaður) að einnig hafi verið um að ræða með Frökkunum líkt fyrirkomulag og hér, að menn ættu hlut í afla sínum og ættu þá tekjur sínar undir eigin aflasæld. Frakkarnir merktu sér þá ekki hvern fisk með ugga- og sporð- merki, heldur skáru úr fiskinum gell- una, og gellufjöldi hvers og eins skráður eftir vaktina. íslendingar bæði merktu sér hvern fisk með ugga- eða sporðmerki, en skáru einnig úr gellur og það hefur verið fyrir skipstjórann sem fékk þannig heildarfiskafjöldann og gat gert sér nákvæma grein fyrir þeim afla sem kominn var í skipið á hverj- um tíma og fjölda landaðra fiska. Reyndar er svo jafnan orðað í heim- ildum, að fiskur hafi verið „talinn upp úr skipi“, en getur ekki verið að gellufjöldinn hafi þótt næg talning? Útgerð og konur í voða Með lögum sem gengu í gildi 1. apríl 1855, varð Islendingum frjálst að verzla við allar þjóðir. Þótt meira væri það verzlunarfrelsi í orði en á borði í fyrstu, verzlunin var öll í höndum Dana. Með þessu frelsi skapaðist möguleiki fyrir útlendinga til að leggja hér fisk á land og til fiskverkunar, að fengnu leyfi Al- þingis og samningum við dönsku stjórnina, en slíkt hafði verið útilok- að meðan íslendingar máttu ekki verzla við útlendinga. Frakkar urðu fyrstir til að leita hófanna um aðstöðu til fiskverkunar hérlendis með bréfi, sem franskur flotaforingi á freigátu, sem þá lá í Reykjavíkurhöfn ritaði Alþingi sum- arið 1855. Kjartan Ólafsson sagnfræðingur hefur ritað ítarlega í tímaritið Sögu 1987 og 1988 um þessa umsókn Frakka árið 1855 og þær umræður og deilur sem hún vakti og stóð í nær tvö ár. Allar heimildir hér eru sóttar í grein Kjartans. Franski foringinn segist skrifa bréfið í nafni kaupmanna í Dunkirk, sem geri út 100 til 120 skip árlega á íslandsmið. (Ekki kemur fram hver heildarfjöldi franskra fiskiskipa sé, en Trampe greifi taldi að þau myndu vera 130 til 150 þetta sumar), og hafi Dunkirkarar lengi haft þessa mála- leitan í huga, en vitað hana vonlausa vegna verzlunarófrelsis Islendinga. Frakkarnir höfðu í huga að koma á fót fiskverkunarstöð á Þingeyri og reisa þar íbúðarhús fyrir 4-500 manns, sem verka skyldu fiskinn, og einnig reisa fiskgeymsluhús og forða- búr. I bréfinu er nefnd sú aðferð sem Frakkarnir hugðust nota við að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.